Menning og listir

Fer yfir 44 ára feril á fjölunum í góðra vina hóp

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 10:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ég er fara syngja skemmtileg lög frá ferlinum og segja kannski sögur inn á milli, enda köllum við sýninguna 44 ár á fjölunum, segir Jóhann Sigurðarson, leikari og söngvari, en á miðvikudagskvöld verður tónlistarveisla í Borgarleikhúsinu þar sem Jóhann kemur fram ásamt Karlakór Kópavogs, undir stjórn Sigurðar Helga kórstjóra, og fleiri góðum gestum og sjö manna hljómsveit Pálma Sigurhjartarsonar.

Ekki þarf kynna Jóhann því hann er eins og heimilisvinur okkar eftir nærri hálfa öld í sviðsljósinu. Í gegnum 44 ára feril hefur Jóhann leikið fjölmörg hlutverk, bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu, auk þess leika í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur oft sungið í leikhúsunum, söngleikjum og Óperunni. Hann nam bæði leiklist og söng á níunda áratugnum og hér heima lærði hann söng í Nýja Tónlistarskólanum undir leiðsögn Sigurðar Demetz Franssonar og Kristins Sigmundssonar. Þá dvaldi hann í heilt ár á Ítalíu og lærði söng.

Karlakór Kópavogs er náttúrulega 70 manna hljómsveit sem syngur undir stjórn Sigurðar Helga kórstjóra og svo verða líka með kollegar mínir í gegnum tíðina, segir Jóhann.

Minn góði kennari, Kristinn Sigmundsson, mætir og syngur tvö lög og Kristján Jóhannsson kemur líka og syngur tvö lög. Ég tók líka tíma hjá honum í söng þegar ég bjó á Ítalíu, segir Jóhann og bætir við: Síðan syngur Hansa (Jóhanna Vigdís Arnardóttir) með mér, Valgerður Guðnadóttir, Ester Talía, Helgi Björns, Gói og Örn Gauti sonur minn.

Fjölbreytt dagskrá

Jóhann segist ætla stikla á stóru yfir ferilinn en mörg þekkt lög verða sungin á miðvikudagskvöldið í Borgarleikhúsinu.

Ég syng lög úr Vesalingunum, úr Fiðlaranum á þakinu, úr Showboat, Jesus Christ Superstar, Konungi ljónanna, Aladdín og Hringjaranum í Notre Dame. Svo verðum við með revíusöngva líka með. Svo ekki gleyma Gosa, en það var gríðarlega vinsælt lag.

Nánar lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nafnalisti

  • Aladdínbrúðusýning
  • Ester Talía
  • GóiGuðjón Davíð Karlsson
  • HansaSöng- og leikkonurnar
  • Helgi Björnstónlistarmaður
  • Jesus Christ Superstarsöngleikur
  • Jóhann Sigurðarsonleikari
  • Jóhanna Vigdís Arnardóttirleikkona
  • Kristinn Sigmundssonóperusöngvari
  • Kristján Jóhannssonóperusöngvari
  • Notre Damedómkirkja
  • Örn Gautitrommari úr hljómsveitin Hórmónum
  • Pálmi Sigurhjartarsonpíanóleikari
  • Showboatsýning
  • Sigurður Demetz Fransson
  • Sigurður Helgihálfur Húnvetningur og hálfur Akureyringur
  • Valgerður Guðnadóttirleik- og söngkonan

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 331 eind í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 93,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,50.