Flokkur Egede galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum
Þorgrímur Kári Snævarr
2025-04-02 04:25
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram á Grænlandi í gær. Samkvæmt talningum er flokkurinn Siumut, sem er jafnaðarflokkur og systurflokkur danska Jafnaðarmannaflokksins, orðinn stærsti flokkurinn í sveitarstjórnum landsins. Flokkurinn hlaut um þriðjung atkvæða, sem er um tveggja prósenta lækkun frá síðustu kosningum.
Lýðræðisflokkurinn (Demokraatit), sem vann góðan sigur í þingkosningum Grænlands í mars, vann um fjórðung atkvæða. Þetta er aukning um rúm átján prósent frá síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Niðurstöður kosninganna voru reiðarslag fyrir Inuit Ataqatigiit, stjórnmálaflokk Múte B. Egede, fyrrum formanns grænlensku landstjórnarinnar. Flokkurinn glataði um fimmtán prósenta fylgi og lenti í þriðja sæti á landsvísu með rúm 21 prósent atkvæða.
Egede veik úr embætti stjórnarleiðtoga á föstudaginn í síðustu viku vegna slæms gengis flokksins í þingkosningum Grænlands í mars.
Egede viðurkenndi að gengi flokksins hefði verið slæmt bæði í þingkosningunum og sveitarstjórnarkosningunum. „Við höfum verk að vinna innan flokksins,“ sagði Egede. „Við höfum tíma til næstu kosninga til að vinna okkar starf vel. Við sjáum það líka á Inatsisartut [grænlenska þinginu]. En við leggjum áfram hart að okkur í sama anda.“
Egede taldi það hafa kostað Inuit Ataqatigiit fylgi að hafa verið í ríkisstjórn síðustu árin. „Við sjæaum líka að það er ákveðin afturför hjá flokkum sem hafa setið í stjórn í öðrum löndum. Þetta sést líka á Grænlandi. Flokkum, sem hafa þurft að axla ábyrgðina, hefur farið aftur. En þetta skal ekki stöðva okkur í okkar störfum.“
Óvíst er hver verður borgarstjóri grænlensku höfuðborgarinnar Nuuk eftir kosningarnar. Reiknað er með því að flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit fái hvor um sig sjö fulltrúa í borgarstjórninni. Demokraatit fær fjóra.
Nafnalisti
- Demokraatitflokkur
- Inatsisartutþjóðþing
- Iniut Ataqatigiit
- Inuit Ataqatigiitvinstriflokkur
- Múte B. Egedeformaður landsstjórnar Grænlands
- Siumutjafnaðarmannaflokkur
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 287 eindir í 21 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,74.