Veður

„Eins og það væri verið að kasta grjóti í rúðuna“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 21:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Íbúum á Völlunum í Hafnarfirði brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar haglél sem var um tveir sentimetrar í þvermál, féll af himnum með miklum látum í hverfinu, og eflaust víðar.

Jens Arne Júlíusson, íbúi á Völlunum, segir hefðbundið haglél hafa varað í nokkrar mínútur áður en mikil læti fóru heyrast.

Síðan heyrðust ennþá meiri læti eins og það væri verið kasta grjóti í rúðuna og þegar ég leit út þá voru haglél sem voru tveir sentimetrar í þvermál fyrir utan, segir Jens í samtali við mbl.is.

Hann var heima með sex ára dóttur sinni þegar veðrið gekk yfir, og óskaði hún eftir því heyrnahlífar yfir eyrun, svo mikill var hávaðinn.

Jens segir risa haglélið hafa verið glerhart og það hafi tekið hnullungana yfir klukkutíma bráðna úti.

Nafnalisti

  • Jens Arne Júlíusson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 146 eindir í 5 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.