Formaður landstjórnar Grænlands óánægður með heimsókn Bandaríkjamanna
Oddur Þórðarson
2025-03-24 10:42
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, sakar bandarísk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á innanríkismál landsins með heimsókn bandarískrar sendinefndar sem fyrirhuguð er í vikunni.
Tilkynnt var í gær að Usha Vance varaforsetafrú og Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafi verði í sendinefndinni.
„Það skal vera skýrt að sjálfstæði okkar og lýðræði eigi að virða án utanaðkomandi áhrifa,“ segir Egede. Ekki sé hægt að líta heimsóknina öðrum augum en að sendinefndin sé í opinberum erindagjörðum.
Ásælni Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Grænland er vel þekkt. Síðan hann tók embætti í janúar hefur hann margoft lýst því yfir að Bandaríkjamenn verði að tryggja þjóðarhagsmuni sína með því að innlima Grænland. Þennan vilja sinn viðraði forsetinn raunar fyrst undir lok fyrri forsetatíðar sinnar árið 2019.
Heimsækja bandaríska herstöð
Egede sagði að landstjórninni væri kunnugt um að sendinefndin ætli að heimsækja Pituffik-herstöðina, þá einu sem Bandaríkjaher starfrækir á Grænlandi. Herstöðin er norðvestarlega á eyjunni, í töluverðri fjarlægð frá höfuðstaðnum Nuuk, sem þó er einnig á vesturströnd Grænlands.
Þá segir Egede einnig að hópurinn ætli sér að keyra framhjá Nuuk í heimsókn sinni.
Sendinefndin kemur ekki til með að funda með yfirvöldum á Grænlandi, né öðrum opinberum aðilum.
Grænlendingar ráði eigin framtíð
Nýafstaðnar kosningar í Grænlandi komu mörgum á óvart. Flokkur Egedes, Inuti Ataqatigiit, tapaði miklu fylgi og allt útlit er fyrir að sigurvegari kosninganna, Jens Frederik-Nielsen og flokkur hans, Demokratitt, leiði næstu landstjórn. Meirihlutaviðræður eru í gangi.
Demokratiit er mjög áfram um að Grænland segi sig úr ríkjasambandi við Danmörku og verði sjálfstætt ríki. Grænland er með sjálfsyfirráð en eftirlætur Dönum stjórn yfir ýmsu, til dæmis utanríkismálum. Nielsen hefur, eins og flestir aðrir stjórnmálamenn á Grænlandi, lýst yfir miklum áhyggjum vegna áhuga Trumps á landinu.
Kannanir sýna að meirihluti Grænlendinga er fylgjandi sjálfstæði en mikill meirihluti er andvígur því að Bandaríkin innlimi Grænland.
Í fréttinni hér að ofan ræddi fréttastofa við nokkra Grænlendinga á förnum vegi og einhverjir þeirra voru sammála um að Grænland ætti að öðlast sjálfstæði, en það væri varhugavert á meðan stórveldið í vestri vildi innlima það. Danmörk er í NATÓ og Grænlendingar eru með í varnarbandalaginu í krafti þess.
Nafnalisti
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- Inuti Ataqatigiit
- Jens Frederik-Nielsenformaður landstjórnar Grænlands
- Mike Waltzrepúblikani
- Múte B. Egedeformaður landsstjórnar Grænlands
- NATÓhernaðarbandalag
- Trumpskosningabarátta
- Usha Vance
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 374 eindir í 22 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 95,5%.
- Margræðnistuðull var 1,58.