Stjórnmál

Sviptingar í alþjóðamálum gefi tilefni til endurskoðaðrar afstöðu til inngöngu í ESB

Iðunn Andrésdóttir

2025-03-16 14:21

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á opnum fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands fyrir helgi breytingar í alþjóðasamfélaginu hafi áhrif á afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið.

Á fundinum var spurt hvort ástæða væri til þess flýta atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við sambandið og var á Þórdísi heyra hún teldi ástæðu til þess.

Umræða um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður hefur orðið meira áberandi síðustu vikur og ráðamenn hafa, á breyttum tímum í alþjóðasamfélaginu, lagt áherslu á aukið samstarf við Evrópuþjóðir.

Bandaríkin traustur bandamaður?

Miklar og ófyrirséðar breytingar hafa orðið á utanríkisstefnu Bandaríkjanna frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar og spurningar hafa vaknað varðandi afstöðu Bandaríkjaforseta til sinna nánustu bandamanna.

Á því var engin undantekning á fundi Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands um samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Fundurinn bar heitið: Bandaríkintraustur bandamaður? og fór fram í Eddu, húsi íslenskunnar á föstudaginn.

Fundurinn var þétt setinn en á honum fóru fram pallborðsumræður um hvaða áhrif yfirlýsingar og aðgerðir Donald Trumps Bandaríkjaforseta hafi á varnir Íslands og alþjóðaviðskipti.

Guð hvað það er langt þangað til.

Spurning um hvort flýta þyrfti fyrir atkvæðagreiðslu um Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið var borin undir pallborðsgesti. Í stjórnarsáttmála er atkvæðagreiðslan boðuð fyrir árslok 2027. Almenn samstaða var í pallborðinu um flýta ætti atkvæðagreiðslunni.

Breyttur tónn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur vakti athygli fundargesta en Þórdís, sem er líka fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hingað til talað gegn mögulegri aðild Íslands Evrópusambandinu.

Guð hvað það er langt þangað til, sagði Þórdís um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu árið 2027.

Fylgir eigin sannfæringu

Auk Þórdísar Kolbrúnar sátu í pallborði þau Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur og Katrín Ólafsdóttir, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Sagði Þórdís ekki væri hægt útiloka atburðir liðinna vikna gætu haft áhrif á afstöðu fólks til aðildar Evrópusambandinu.

Rök hennar fyrir því ganga ekki inn í Evrópusambandið hefðu í sjálfu sér ekki breyst, en afstaða hennar kynni breytast þegar hagsmunir þjóðarinnar og fullveldis Íslands séu undir.

En ef heimurinn breytist þannig það koma upp hagsmunir eða aðstæður eða alvarlegir hlutir sem eru miklu stærri en þessi rök þá hljótum við horfa á það með einhverjum öðrum hætti, sagði Þórdís.

Ég mun gera það sem mín sannfæring segir um tryggja öryggi og hagsmuni Íslendinga.

Afstaðan óbreyttí bili

Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu ítrekar Þórdís Kolbrún afstaða hennar til aðildar Evrópusambandinu ekki breytt. Ómögulegt sjá fyrir í dag hver staðan í alþjóðamálum, og áhrif þeirra á öryggi Íslands, verði eftir einhverja mánuði.

Öll rök mín gegn aðild Evrópusambandinu standa óbreytt. Það gætu atburðir gerst sem við höfum ekki stjórn á sem gætu gert það verkum stærri rök myndu trompa þau sem ég horfi til í dag.

Hún segir sömuleiðis mega velta fyrir sér hvaða Evrópusambandi Ísland myndi ganga enda sambandið sjálft taka miklum breytingum og takast á við nýjar áskoranir.

En þegar litið er til þróunar í kringum okkur sem er alvarleg og hröð verður maður vera veruleikatengdur og raunsær, laus við hvers kyns kreddur. Það ætla ég áfram vera, skrifar Þórdís.

Nafnalisti

  • Baldur Þórhallssonprófessor í stjórnmálafræði
  • Donald Trumpfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
  • Donald Trumps Bandaríkjaforsetaþar gert ráð fyrir 5,7 milljörðum dollara í múrinn sem forsetinn vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
  • Eddasamlagshlutafélag
  • Erlingur Erlingssonhernaðarsagnfræðingur
  • Katrín Ólafsdóttirdósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttirnýsköpunarráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 578 eindir í 29 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 26 málsgreinar eða 89,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.