Jón Dagur spenntur fyrir nýju lífi í Berlin - „Alltaf heiður að komast í landsliðið“
Hörður Snævar Jónsson
2024-09-03 20:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
„Það er mjög gaman, mjög sáttur með þessi skipti,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem samdi á dögunum við Hertha Berlin í Þýskalandi.
Jón Dagur hafði síðustu ár sem spilað Leuven í Belgíu en fannst tímabært að skipta um umhverfi.
„Þetta tók aðeins of langan tíma fyrir menn smekk. Mér fannst kominn tími á að prufa eitthvað annað en Belgíu, mér fannst ég ekki geta gert meira þarna. Þetta var ekki spurning þegar Hertha Berlin kom.“
Berlín er ein skemmtilegasta borg í Evrópu og er Jón Dagur spenntur fyrir því. „Það er fínt að komast í aðeins stærri bæ.“
Hann fyllist stolti að mæta í landsliðið sem leikur gegn Svartfjallalandi á föstudag. „Mér finnst þetta alltaf jafn gaman, það er alltaf heiður að koma saman,“ segir Jón Dagur fyrir leikinn á Laugardalsvelli.
Hann stefnir á það eins og allir að negla sér stöðu í byrjunarliðinu. „Maður reynir það, það eru góðir leikmenn. Mig langar að spila alla leiki.“
Please enable JavaScript [[play-sharp-fill
Nafnalisti
- Hertha Berlinþýskt félag
- Jón Dagur Þorsteinssonlandsliðsmaður
- Leuvenbelgískt félag
- Pleasevinnuheiti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 187 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 84,6%.
- Margræðnistuðull var 1,53.