Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“
Sindri Sverrisson
2025-03-24 10:31
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
„Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki.
Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan.
Ísland tapaði 3–1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5–2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn.
„Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld.
„Klár mistök hjá Arnari“
Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum.
„Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus.
„Þetta er vandamál hjá okkur“
Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri — skort á varnarmönnum:
„Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan.
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Aronvinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2021 en þar á eftir Jökull og Alexander
- B-deild1. sæti
- Einar Gunnarssonfastafulltrúi Íslands
- Ísak Bergmann Jóhannessoníslenskur landsliðsmaður
- Kári Árnasonyfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík
- Kjartan Atli Kjartanssonþáttastjórnandi Körfuboltakvölds
- Lárus Orri Sigurðssonsérfræðingur Stúkunnar
- Stefán Teitur ÞórðarsonSkagamaður
- Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 352 eindir í 22 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,70.