Viðskipti
Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi sig út úr Sýn
Brynjólfur Þór Guðmundsson
2025-03-12 10:51
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær hlutabréf sín í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn.
Lífeyrissjóðurinn flaggaði viðskiptunum í dag, líkt og skylt er þegar hlutabréfaeign fer yfir eða undir fimm prósenta mörk í skráðu félagi.
Sjóðurinn seldi rúmlega fjórtán milljón hluti. Þetta er ekki fyrsta sala Lífeyrissjóðs verslunarmanna á hlutabréfum í Sýn. Í árslok 2023 átti sjóðurinn tæplega nítján milljón hluti og var þá fimmti stærsti hluthafinn í Sýn.
Húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. RÚV/Ragnar Visage
Nafnalisti
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 77 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,85.