Stjórnmál

Gæti hætt en enn ekki viss

Vésteinn Örn Pétursson

2025-03-18 10:49

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, ætlar sitja áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um sinn.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins, sem hefur eftir Rósu hún eigi ekki von á því sitja í bæjarstjórn út kjörtímabilið, heldur láta af störfum sem bæjarfulltrúi á næstu vikum eða mánuðum. Samhliða því myndi hún láta af stjórnarsetu í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi.

Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu.

Nafnalisti

  • Guðmundur Ari Sigurjónssonbæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Rósa Guðbjartsdóttirbæjarstjóri Hafnarfjarðar
  • Valdimar Víðissonskólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 150 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.