Mætt í sína fyrstu opin­beru heim­sókn innan­lands

Atli Ísleifsson

2025-03-12 10:52

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því Halla tók við embætti forseta í sumar.

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tók á móti forsetahjónunum, en bæjarstjórn mun í heimsókninni kynna þeim mannlífið og margvíslega uppbyggingu á svæðinu. Heimsóknin stendur í dag og á morgun.

Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir Hornafjörður öflugt og vaxandi samfélag umlukið stórbrotinni náttúru við rætur Vatnajökuls.

Forsetahjón munu dvelja á Höfn en einnig ferðast um Suðursveit og Öræfi. Á fyrri degi heimsóknar, á miðvikudag, heimsækja forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði. Fyrir hádegi er Grunnskóli Hornafjarðar heimsóttur, einnig leikskólinn Sjónarhóll og loks hjúkrunarheimilið Skjólgarður. Auk þess er farin vettvangsferð um nýja hjúkrunarheimilið sem tekið verður í notkun í sumar. Forsetahjón snæða síðan hádegisverð á Ekru með félagsmönnum í Félagi eldri Hornfirðinga.

Eftir hádegi á miðvikudag kynna forsetahjón sér atvinnu- og menningarlíf á Höfn. Þau heimsækja sjávarútvegsfyrirtækið SkinneyÞinganes hf og bruggsmiðjuna Heppu við höfnina. Því næst þau kynningu á kraftmiklu starfi Björgunarfélags Hornafjarðar og mikilli uppbyggingu sem felst m.a. í kaupum á nýju björgunarskipi, framkvæmdum við nýja björgunarmiðstöð og smíði á öflugasta björgunarjeppa landsins sem tekinn var í notkun síðasta haust.

Þaðan fara forsetahjón í hið fornfræga samkomuhús Sindrabæ sem verið er endurnýja sem menningarmiðstöð. Þá heimsækja þau Svavarssafn, listasafn Svavars Guðnasonar og loks þekkingarsetrið Nýheima en þar er suðupottur stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. lokinni kynningu á starfseminni þar tekur við kaffisamsæti þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið koma og hitta forsetahjón. Kvenfélagið Vaka annast veitingar og nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu koma fram með tónlistaratriði. Um kvöldið býður bæjarstjórnin forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Pakkhúsinu.

Á öðrum degi heimsóknarinnar er farið í dreifbýli sveitarfélagsins. Dagurinn hefst við Hoffell þar sem forsetahjón kynningu á uppbyggingaráformum Bláa lónsins. Þaðan er haldið í kúabúið Flatey á Mýrum auk þess sem Þórbergssetrið Hala í Suðursveit er heimsótt. Þá liggur leið Jökulsárlóni þar sem rætt er við landverði um starf þeirra í Vatnajökulsþjóðgarði.

Íbúum á Mýrum og í Suðursveit er síðan boðið snæða hádegisverð með forsetahjónum Hótel Jökulsárlóni. Eftir hádegi liggur leiðin Hofgarði í Öræfum þar sem rekinn er fámennasti grunn- og leikskóli landsins. Opinberri heimsókn forsetahjóna lýkur í Hofgarði þar sem efnt til kaffisamsætis með íbúum Öræfasveitar áður en ekið er aftur suður, segir í tilkynningunni.

Nafnalisti

  • Björn Skúlasonverkstjóri áhaldahúss í þorpinu
  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • Sigurjón Andréssonbæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
  • Svavar Guðnasonlistmálari
  • Svavarssafntjald
  • Vakaungmennafélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 438 eindir í 24 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.