KA á leið í úrslit eftir sigur á Aftureldingu

Helga Margrét Höskuldsdóttir

2025-03-07 20:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Liðin hafa mæst þrisvar á leiktíðinni, KA unnið tvisvar og Afturelding einu sinni. Eftir svo gott sem hnífjafna fyrstu hrinu voru það Mosfellingar sem unnu hana 2521.

Þær byrjuðu aðra hrinu svo mun betur áður en KA kom sér aftur inn í leikinn og komst yfir. Liðin skiptust á vera með forystuna en það var að endingu KA sem vann hrinuna 2521.

Þessi mikla spenna hélt áfram og þriðja hrina var áfram afar jöfn allt fram lokastigunum. Svo jöfn raunar upphækkun þurfti til en KA hafði þar betur og vann hrinuna 2624. KA virtist ætla hafa yfirhöndina í fjórðu hrinunni en enn eina ferðina urðu lokastigin æsispennandi og staðan jöfn í stöðunni 2020.

Mummi Lú

Áfram var svo jafnt og staðan varð 2424 þannig aftur var farið í upphækkun. Dramatíkin var áfram mikil og Aftureldingarkonur neituðu gefast upp, KA átti hins vegar lokaorðið og vann 2826 og leikinn þar með 31.

Kvennalið KA er því komið í bikarúrslit eins og karlalið félagsins. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort liðið mætir HK eða Álftanesi í úrslitaleiknum.

Nafnalisti

  • Mummi Lúljósmyndari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 202 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.