Heilsa og lífsstíll

Mengun úr jarð­vegi or­sakaði skrýtið bragð af neyslu­vatni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

2025-03-29 11:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mengun úr jarðvegi í neysluvatni Hvergerðinga orsakaði lyktar- og bragðgalla á vatninu. Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er öruggt drekka vatnið.

Mögulega hafi borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu komið hreyfingu á jarðveginn og orsakað skert gæði neysluvatns en ekki öryggi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar vatnið er ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir gæði þess séu ekki viðunandi, stendur í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Útskolun úr kerfinu ætti taka einhvern tíma samkvæmt eftirlitinu. Íbúar geti kosið neyta flöskuvatns á meðan það ástand varir.

Ástand neysluvatns í Hveragerði er vel vaktað og regluleg sýni eru og verð áfram tekin og rannsökuð, segir í tilkynningunni.

Tekið var sýni úr neysluvatninu í Hveragerði í byrjun vikunnar eftir ábendingar bárust frá íbúum um skrýtna lykt og bragð af vatninu.

Fyrstu vísbendingar úr sýnunum bárust degi seinna þar sem kom í ljós vatnið væri ekki óhæft til neyslu.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 156 eindir í 9 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,59.