EfnahagsmálViðskipti

Samþjöppun markaðarins minni á net­bóluna

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-29 11:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hefur leitt hækkanir á undanförnum árum og hafa hlutabréfavísitölur vestanhafs skilað mun betri ávöxtun samanborið við evrópskar vísitölur.

Þá hafa evrópsk bréf sögulega séð verið ódýrari en bandarísk, m.a. vegna þess tæknigeirinn vegur mun þyngra í bandarískum vísitölum.

Hins vegar hefur verðþróunin farið í aðrar áttir á síðustu mánuðum. S & P 500 hefur lækkað um 3% frá áramótum og Nasdaq Composite um 7,7%, þegar þessi grein er skrifuð. Til samanburðar hefur STOXX Europe 600 vísitalan hækkað um 7% frá áramótum, þýska DAX vísitalan um 13,3%, franska CAC 40 um 8,1% og breska FTSE 100 um 4,9%.

Arnór Gunnarsson, framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, bendir á samþjöppun á bandarískum hlutabréfamarkaði hafi aukist verulega að undanförnu með vexti tæknirisanna og orðin viðlíka því sem sást í netbólunni árið 2000 og í kreppunni miklu árið 1929.

Það eru vissulega ýmis líkindi milli þessara tímabila, til mynda mikil áhersla fjárfesta á fyrirtæki í tæknigeiranum. Á móti er annað ólíkt, til mynda tæknifyrirtækin í dag eru skila hagnaði og sjóðstreymi en í tæknibólunni voru verðhækkanir byggðar á óhóflegum væntingum en ekki raunverulegum rekstrarniðurstöðum.

Sjá einnig]] Evrópa vaknar af værum blundi

Hann segir erfitt spá fyrir um hvort evrópsk bréf muni leiða vagninn í einhvern tíma og bandarísk bréf sitja eftir.

Til meðallangs tíma getur alveg verið aðrir markaðir en bandaríski muni skila betri ávöxtun en það verður háð afkomu og árangri einstakra fyrirtækja og erfitt segja til um hvernig þróunin verður á vísitölunum sjálfum.

Svo virðist sem atburðir síðustu vikna hafi allavega bæði kynt undir leiðtogum Evrópuríkja sem og aukið áhuga fjárfesta á evrópskum hlutabréfum. Eitt er þó víst, í svona markaðsumróti skapast oft mjög góð tækifæri, sérstaklega ef við horfum fram á áframhaldandi lækkun vaxta.

Arnór Gunnarsson, framkvæmdastjóri SIV eignastýringar]] © Aðsend mynd (AÐSEND)

Arnór bætir við mögulegur efnahagssamdráttur vestanhafs, sem kominn er til af tollastríði og verulegum niðurskurði hjá hinu opinbera, gæti leitt til hraðara vaxtalækkunarferlis sem gæti komið sér ágætlega fyrir bandarískan ríkissjóð. Donald Trump hafi tekið við slæmu búi og skuldir ríkissjóðs séu stórt vandamál.

Skuldir bandaríska ríkissjóðsins eru nærri 37 billjónir Bandaríkjadala (e. $37 trillion), þar af eru rúmar 9 billjónir með gjalddaga á þessu ári. Ef vextir lækka hraðar þá skapast tækifæri til endurfjármögnunar ríkisskulda á hagstæðari kjörum. Þá eru stjórnvöld samt leika sér eldinum, enda óvíst hversu djúp niðursveiflan gæti orðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.

Nafnalisti

  • Arnór Gunnarssonforstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS
  • CAC 40frönsk hlutabréfavísitala
  • DAXþýsk hlutabréfavísitala
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • FTSE 100bresk hlutabréfavísitala
  • Nasdaq Composite
  • SIVumhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999 til 2004 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
  • STOXX Europe

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 448 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 81,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.