Stjórnmál

Var lögreglu- og verslunarmaður

Ritstjórn mbl.is

2025-03-24 10:38

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr mennta- og barnamálaráðherra, fæddist í Reykjavík 14. júlí 1955.

Hann er sonur þeirra Kristins Jónssonar og Andreu Guðmundsdóttur sem bæði eru látin. Eiginkona Guðmundar Inga er Hulda Margrét Baldursdóttir og eiga þau fjóra syni. Með fyrri konu sinni, Ingu Dóru Jónsdóttur, átti Guðmundur Ingi tvo syni en annar þeirra er látinn.

Guðmundur Ingi er með gagnfræðapróf frá trésmíðadeild Ármúlaskólans í Reykjavík. Seinna nam hann skrifstofustörf, vefsíðugerð og myndvinnslu í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum.

Hann var lögreglumaður í Grindavík og Keflavík á árunum 19741980 og starfaði eftir það í versluninni Brynju við Laugaveg í Reykjavík frá 19811993. Á árunum 20042012 sat Guðmundur Ingi í trúnaðarráði VR og var fulltrúi þess á ársfundum Alþýðusambands Íslands.

Hann var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi árið 2017 en var ári fyrr kjörinn varaformaður flokksins. Frá upphafi þingsetu sinnar hefur Guðmundur Ingi verið þingflokksformaður flokksins og setið í velferðarnefnd þingsins en hann tók við formennsku nefndarinnar fyrr á þessu ári. Þá hefur hann sinnt margvíslegum verkefnum á sviði norrænnar samvinnu.

Lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nafnalisti

  • Andrea Guðmundsdóttirfagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst
  • Brynjakvikmyndafræðingur, skáld og rithöfundur
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Hulda Margrét Baldursdóttir
  • Inga Dóra Jónsdóttirfélagsráðgjafi
  • Kristinn Jónssonbakvörður KR

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 182 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.