Dóttir Reagans er lítt hrifin af Trump – „Hann væri niðurbrotinn“

Pressan

2025-03-21 04:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hann væri niðurbrotinn. Hann væri sorgmæddur. Bandaríkin, sem ég ólst upp í, og við höfum þekkt, eru Bandaríki sem áttu bandamenn og voru vinir annarra ríkja. Það eru Bandaríkin sem við þekkjum. Skyndilega eru þetta ekki Bandaríkin lengur. Skyndilega hatar heimsbyggðin okkur.

Þetta sagði Patti Davis, dóttir Ronald Reagan fyrrum forseta Bandaríkjanna, í samtali við CNN.

Gagnrýni hennar kemur í kjölfar aðgerða Donald Trump í upphafi annars kjörtímabils hans sem forseta. Aðgerðir hans og ummæli hafa hvað eftir annað vakið mikla athygli um allan heim.

Hann hefur meðal annars hótað beita valdi til yfirráðum á Grænlandi og yfir Panamaskurðinum. Hann hefur einnig lagt refsitoll á vörur frá mörgum ríkjum sem hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjanna árum saman.

Stjórnarhættir af þessu tagi eru víðs fjarri þeirri línu sem Ronald Reagan lagði í forsetatíð sinni.

Mér finnst einelti ekki vera styrkleikamerki. Mér finnst það ekki styrkleiki vera árásargjarn. Styrkur er mynda bandalög. Það þýðir ekki maður eigi ekki standa fast á sínu en styrkur er skilja maður hefur þörf fyrir bandamenn í heiminum, sagði Davis.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Patti Davisdóttir Ronalds Reagans
  • Ronald Reaganþáverandi forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 204 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 93,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.