Kínverjar slá til baka

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 11:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kínversk stjórnvöld greindu frá því í dag þau myndu leggja 34 prósenta toll á allan innflutning á bandarískum vörum frá og með 10. apríl sem viðbrögð við tollaákvörðun bandarískra yfirvalda.

Á allar innfluttar vörur sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum verður lagður 34 prósenta viðbótartollur ofan á núverandi gildandi tollhlutfall, segir í tilkynningu sem kínverska fjármálaráðuneytið sendi frá sér.

Viðskiptaráðuneyti Kína hefur jafnframt lagt á útflutningshöft á sjö sjaldgæf jarðefni, þar á meðal gadólíníum, sem er notað í segulómtæki, og yttríum sem er notað í hefðbundin raftæki.

Ætla höfða mál

Þá hyggst Kína höfða mál fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) vegna tollanna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð í vikunni þegar hann greindi frá því bandarísk yfirvöld myndu leggja lágmarki 10 prósenta toll á innflutning frá öllum ríkjum. Trump lagði aftur á móti 34 prósenta toll á Kína, sem er ein af stærstu viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna, ofan á núverandi tolla.

Kína lofaði skjótum viðbrögðum til vernda sína hagsmuni.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • WTOAlþjóðaviðskiptastofnun

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 168 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,74.