Stjórnmál

Guðmundur Ingi nýr mennta- og barnamálaráðherra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir

2025-03-23 11:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Guðmundur Ingi Kristinsson verður nýr mennta- og barnamálaráðherra. Þetta herma heimildir fréttastofu. Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við af honum sem þingflokksformaður.

Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir í dag, vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti mennta- og barnamálaráðuneytisins. Forseti Íslands mun veita Ásthildi Lóu lausn úr embættinu á fyrri fundinum, klukkan 15, og í kjölfarið verður nýr ráðherra skipaður, klukkan 15.15.

Heimildir fréttastofu herma það verði Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, sem setið hefur á Alþingi frá árinu 2017, þegar flokkurinn komst fyrst á þing. Þá fékk flokkurinn fjóra þingmenn kjörna; Ingu Sæland, formann flokksins, Guðmund Inga, Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson.

Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr flokknum árið 2018 vegna Klaustursmálsins. Þeir fóru báðir til Miðflokksins í kjölfarið og Karl Gauti er þingmaður Miðflokksins í dag.

Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því Ragnar Þór Ingólfsson taki við af Guðmundi Inga sem þingflokksformaður.

Ásthildur Lóa sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á fimmtudag. Hún gerði það eftir fréttastofa reyndi tali af henni vegna upplýsinga um forsætisráðuneytið hefði verið upplýst um hún hefði fyrir tæpum 35 árum átt barn með 16 ára pilti, þegar hún var 23 ára.

Hún sagði af sér áður en frétt um málið var birt og gaf ekki kost á samtali við fréttamann fyrr en í viðtali klukkan 18, þar sem hún tilkynnti um afsögnina.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Forseti ÍslandsGuðni Th. Jóhannesson
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Inga Sælandformaður
  • Karl Gauti Hjaltasonfyrrverandi þingmaður Miðflokksins
  • Ólafur Ísleifssonfyrrverandi þingmaður Miðflokksins
  • Ragnar Þór Ingólfssonformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 222 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.