Tveir handteknir á Íslandi í tengslum við rannsókn á barnaníðsvefsíðu

Guðmundur Atli Hlynsson

2025-04-02 14:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Tveir menn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við alþjóðlega lögregluaaðgerð gegn dreifingu á barnaníðsefni á vefsíðunni Kidflix. Aðgerðin náði til á fjórða tug landa, þar á meðal Íslands.

Aðgerðin var á vegum lögregluyfirvalda í Bæjaralandi í Þýskalandi með stuðningi frá Europol og náði til 38 Evrópulanda.

Vefsíðan sem var tekin niður í aðgerðunum ber heitið KidFlix. Hún var stofnuð árið 2021 og hýst á huldunetinu (e. darknet). Talið er notendur vefsíðunnar hafi verið um 1.8 milljónir. Á henni voru yfir 90 þúsund myndbönd eða um 6 þúsund klukkustundir af efni.

Tæplega 1400 manns eru grunaðir í tengslum við málið.

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 123 eindir í 9 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,79.