Stjórn SA hefur efasemdir um breytingar á veiðigjöldum
Ragnar Jón Hrólfsson
2025-03-25 17:58
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur efasemdir um fyrirætlaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum. Stjórnin telur að þær breytingar sem kynntar voru af atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra í dag gætu dregið úr hagvexti, lífskjarasókn Íslendinga og verðmætasköpun hér á landi.
Fram kom í dag að ríkisstjórnin ætli að breyta viðmiðum á aflaverðmæti svo veiðigjöld endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála og efnahagsráðherra tilkynntu breytingarnar á blaðamannafundi í dag. Með þessu er talið að veiðigjöld gætu tvöfaldast. Ráðherrarnir töldu að með breytingunum hefðu veiðigjöld verið 18 til 20 milljarðar króna í fyrra í stað 10 milljarða króna.
Grafi undan loforði kjarasamninga
Í tilkynningu segir stjórn SA að loforð um aukna verðmætasköpun hafi verið undirstaða nýrra kjarasamninga sem undirritaðir voru á síðasta ári. Gangi fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eftir gætu þær orðið til þess að minnka efnahagslegan stöðugleika og minnkað alþjóðlega samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Útlit sé fyrir að breytingar stjórnvalda hafi neikvæð áhrif á greinina ásamt öðrum tengdum greinum.
Bent er á að á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar megi einnig finna önnur mál sem komi til með að hafa áhrif á atvinnugreinina líkt og frumvarp um kílómetragjald. Stjórn SA telur að þar hafi kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins verið laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins.
Samtökin lýsa einnig yfir vonbrigðum sínum með nýja kjarasamninga kennara. Þar hafi verið vikið frá þeirri launastefnu sem mörkuð hafi verið á almennum vinnumarkaði með síðustu kjarasamningum.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fullyrtu í tilkynningu í dag áður en stjórnvöld birtu tillögur sínar að til stæði að tvöfalda veiðigjöld. Slíkt kæmi til með að stórskaða atvinnugreinina.
Sameinuð gegn minnkandi verðmætasköpun
SA segir íslenskan sjávarútveg eina af undirstöðuatvinnugreinum landsins. Hún búi hins vegar við mikið ójafnræði þegar það komi að rekstrarumhverfi í samanburði við aðrar greinar. Skattlagning sé almennt umfram það sem gengur og gerist og að takmörk séu á umsvifum á eignarhaldi sem ekki þekkist annars staðar.
Áréttað er í tilkynningu SA að samtökin muni standa sameinuð gegn hverjum þeim stjórnvöldum sem „veikja eða grafa undan verðmætasköpun hérlendis, efnahagslegur styrkur er enda forsenda öryggis þjóðarinnar.“ Hins vegar muni þau styðja í sameiningu hver þau stjórnvöld sem stuðla að aukinni verðmætasköpun.
Nafnalisti
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
- Hanna KatrínFriðriksson
- SA28 ára gamall Portúgali sem hefur verið hjá Olympiacos
- SFSáður LÍÚ
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 376 eindir í 22 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 95,5%.
- Margræðnistuðull var 1,57.