Íþróttir

Fyrir­liði Kósóvó fór meiddur af velli

Valur Páll Eiríksson

2025-03-17 11:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fyrirliði landsliðs Kósóvó, sem mætir Íslandi í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í vikunni, fór meiddur af velli í leik liðs síns um helgina.

Amir Rrahmani er fyrirliði Kósóvó og á meðal betri leikmanna liðsins. Hann leikur með Napoli í ítölsku A-deildinni en hann fór meiddur af velli á 77. mínútu þegar Napoli gerði markalaust jafntefli við Venezia í Feneyjum í gær.

Antonio Conte, þjálfari Napoli, telur meiðslin séu óalvarleg en skoða þurfi stöðu Rrahmani í samráði við læknateymi kósóvska liðsins. Vera Rrahmani missi af leikjunum við Ísland en eins og sakir standa er Rrahmani í hópi liðsins fyrir leikina sem fram undan eru.

Ísland mætir Kósóvó í Pristina á fimmtudagskvöldið kemur klukkan 19:45 og kemur landsliðið saman í vikunni fyrir fyrstu leiki Arnars Gunnlaugssonar við stjórnvölin. Liðin mætast öðru sinni í Murcia á Spáni seinni part sunnudags.

Báðir landsleikir Íslands verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.

Nafnalisti

  • Amir Rrahmanivarnarmaður
  • Antonio Conteknattspyrnustjóri Tottenham
  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Napoliítalskt stórlið
  • Pristinahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
  • Veneziaítalskt knattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 153 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,74.