Kína muni berjast til enda við Bandaríkin í hvernig stríði sem er
Ragnar Jón Hrólfsson
2025-03-06 10:32
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Utanríkisráðuneyti Kína hefur lýst því yfir að barist verði til enda við Bandaríkin í tollastríði, viðskiptastríði eða hvernig stríði sem er. Yfirlýsingin kemur eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna bætti við 10% aukatollum á kínverskar vörur. Tollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur eru þannig komnir upp í 20%.
Kína brást við í þessari viku með því að setja 15% tolla á ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum. Tollarnir taka gildi frá 10. mars. Tollarnir taka meðal annars til innflutnings á kjúklingi, hveiti, maís og bómull.
Lin Jian utanríkisráðherra Kína sagði að Bandaríkin væru að gera mistök með því að hækka tolla á kínverskar vörur. Ef Bandaríkin færu fram á að tollastríð myndi hefjast eða hvers kyns annað stríð myndu Kínverjar berjast allt til enda.
„Við mælum með því að Bandaríkin snúi aftur á rétta braut og hefji samtöl og samvinnu sem fyrst,“ sagði Lin Jian.
Jian vísaði þá einnig ásökunum Trump á bug um að tollar á Kína kæmu í veg fyrir frekari innflutning á lyfinu Fentanyl til Bandaríkjanna. Slíkar ásakanir væru einungis afsökun til að koma á frekari viðskiptaþvingunum gegn Kína.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Fentanylverkjalyf
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 193 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,71.