Trump við íbúa Gaza: Sleppið gíslunum eða þið eruð dauð
Iðunn Andrésdóttir
2025-03-05 23:07
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið Hamas-samtökunum birginn og sagt að þeir skuli sleppa gíslum sem eru í haldi á Gaza samstundis, ellegar séu íbúar Gaza „dauðir.“
Trump birti færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social, sem er í hans eigin eigu, og sagði það vera sína hinstu viðvörun til Hamas.
Færsluna skrifar hann einungis fáeinum klukkustundum eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins staðfesti að sendifulltrúi Bandaríkjanna ætti í samningsviðræðum við Hamas-samtökin um að láta gíslana lausa og möguleg endalok átakanna á Gaza.
Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið út að 59 gíslar séu enn í haldi Hamas og að 24 þeirra séu talin enn á lífi.
Munu fá að gjalda ef gíslunum er ekki sleppt
„Þið getið valið. Sleppið öllum gíslunum ekki seinna en strax og skilið líkum þeirra sem þið hafið myrt, annars er þetta BÚIÐ spil hjá ykkur,“ skrifaði forsetinn.
„Ég mun senda Ísrael allt sem þau þurfa á að halda til að ljúka verkinu. Ekki einn einasti Hamasliði mun vera öruggur fyrr en þið gerið eins og ég segi.“
Ávarpaði hann einnig íbúa á Gaza og sagði bjarta tíma bíða þeirra, en ekki ef þeir héldu gíslunum áfram í haldi.
„Ef þið gerið það eruð þið DAUÐ! Takið góða ákvörðun. LEYSIÐ GÍSLANA ÚR HALDI NÚNA EÐA ÞIÐ MUNIÐ FÁ AÐ GJALDA SÍÐAR!“
Truth Social/Donald J. Trump
Nafnalisti
- Donald J. Trumpfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
- Truth Socialsamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 236 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,80.