Hafa sofið á viðbúnaðarverðinum

Borgþór Arngrímsson

2025-03-30 08:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Árið 2018, þegar sænsku almannavarnirnar (MSB) létu útbúa og dreifa 20 síðna bæklingi, Om krisen eller kriget kommer, til allra heimila í landinu voru viðbrögð Svía misjöfn. Reyndar hafði bæklingurinn verið gefinn út og dreift þrisvar áður, fyrst 1943, þá 1952 og 1961. Sumir voru ánægðir með bæklingurinn skyldi endurútgefinn, með tilheyrandi breytingum, aðrir litu á þetta sem hálfgerðan hræðsluáróður. Margir Danir brostu út í annað en það gera þeir ekki lengur, ástandið í okkar heimshluta er gjörbreytt. Það hefur runnið upp fyrir Dönum þeir hefðu kannski átt taka mark á Svíum en ekki brosa þeim.

Í bæklingnum áðurnefnda er fjallað um hvernig íbúar Svíþjóðar geti undirbúið sig vegna röskunar á daglegu lífi til dæmis vegna náttúruhamfara eða ef til ófriðar kæmi. Í bæklingnum er enn fremur greint stuttlega frá vörnum landsins og þar finna neyðarsímanúmer og upplýsingar um loftvarnabyrgi og enn fremur hvað gera skuli ef viðvörunarflautur fari í gang. Sænsk stjórnvöld hafa reyndar árum saman ráðlagt íbúum landsins eiga að minnsta kosti vikubirgðir af geymsluþolnum matvælum og vatni ásamt vasaljósi og rafhlöðum og enn fremur útvarpstæki sem gangi fyrir rafhlöðum eða handknúið.

Allt breytt eftir innrás Rússa í Úkraínu

Margir Svíar hafa líklega rennt í fljótheitum yfir bæklinginn Om krisen eller kriget kommer þegar hann kom inn um bréfalúguna árið 2018. Eftir greint var frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 drógu Svíar fram bæklinginn til kynna sér innihaldið. Síðan streymdu þeir í verslanir til birgja sig upp af ýmsu sem mælt var með eiga heima, í öryggisskyni. Verslunarstjórar í tveimur stórum matvöruverslunum sem blaðamaður ræddi við sagði sala á dósamat og þurrmat af ýmsu tagi hefði margfaldast. Meðal þess sem margir kynntu sér, og minnst var á í bæklingnum, var staðsetning loftvarnabyrgja.

Rétt er geta þess árið 2022 sendi Daninn Per Bjerre frá sér bók, sem heitir Hvis nu, eins konar leiðarvísir ætlaður almenningi. Þar er margt á svipuðum nótum og í sænska bæklingnum áðurnefnda. Munurinn er þó dönsku bókinni var ekki dreift ókeypis, hún var, og er, seld í bókabúðum.

Brugðust við eftir hernám Krímskagans

Eftir Rússar hernámu Krímskagann árið 2014 veltu margir því fyrir sér hvort Pútín myndi þar láta staðar numið. Ýmsir óttuðust hann hefði annað og meira í hyggju, eins og síðar kom á daginn. Meðal þeirra þjóða sem höfðu áhyggjur voru Svíar og þeir hófu fljótlega gera ýmsar ráðstafanir. Árið 2015 var innleidd í Svíþjóð svonefnd varnarskylda (försvarspligt) en í henni felst öllum Svíum, á aldrinum 1670 ára, beri skylda til bregðast við skipunum yfirvalda ef nauðsyn krefði. Þeir sem kallaðir yrðu til þjónustu yrðu látnir vita hvert þeirra hlutverk skyldi vera, hvort þeir ættu vera til aðstoðar á sjúkrahúsum eða aðstoða björgunarsveitir svo dæmi séu tekin. Svíar afnámu herskylduna árið 2010 (hét reyndar hlé væri gert á henni) en svo var hún tekin aftur upp árið 2017. Verði einstaklingur kallaður til þjónustu ber honum sinna herskyldunni, nema sérstakar ástæður komi til. Herskyldan getur lengst staðið í 450 daga og nær til karla og kvenna.

Í Danmörku er herskylda. Þar er fyrirkomulagið þannig á árinu sem piltar verða 18 ára þeir bréf frá danska hernum. Þeim er gert skylt mæta tiltekinn dag (forsvarets dag eins og það heitir) þar sem hver og einn undirgengst eins konar próf. Það samanstendur af viðtölum, prófi í almennri þekkingu og athugun á líkamlegu atgervi, þar með talin sjón og heyrn. Af þeim hópi sem stenst prófið er einungis hluti kvaddur til starfa, með tombóluaðferðinni eins og Danir kalla það, miðar dregnir úr hatti. Í fyrra var ákveðið þeim sem kvaddir verði til herþjónustu árlega verði fjölgað í 7.500, voru áður 5.000. Herskyldan hefur jafnframt verið lengd úr fjórum í ellefu mánuði. Árið 2027 nær herskyldan einnig til kvenna, núna þær ekki kvaðningu en geta óskað eftir taka áðurnefnt próf. Ef þær standast prófið geta þær hafið byrjendaþjálfun á sama hátt og piltar.

Ólíku saman jafna

Eins og fyrr var nefnt hafa Danir ekki tekið hlutina sömu tökum og Svíar varðandi viðbúnað ef til neyðarástands kæmi. Í dönskum grunnskólum er ekki skipulögð kennsla í því sem kallast mætti krísu viðbrögð og undirbúning. Öll sænsk skólabörn árlega, í eina viku, slíka kennslu. Í Danmörku eru mörg, líklega flest, loftvarnabyrgi ekki nothæf lengur. Í Svíþjóð eru nánast öll loftvarnabyrgi tilbúin til notkunar, innan 48 klukkustunda ef þörf krefur, og landsmenn geta á augabragði séð staðsetningu þeirra á netinu. Danir eru hvattir til eiga birgðir af mat og öðrum nauðsynjum til þriggja daga, Svíar miða við viku. Þarna er ólíku saman jafna. Örfá sveitarfélög í Danmörku hafa látið gera einhvers konar krísuplan sem hægt er vinna eftir ef svo ber undir, nánast öll sveitarfélög í Svíþjóð hafa fyrir löngu látið vinna slíkt neyðarplan.

Niðurskurður heraflans

Hér á síðum Heimildarinnar, og áður Kjarnans, hefur margoft á undanförnum árum verið fjallað um fjársvelti danska hersins. Mikill niðurskurður ár eftir ár, sem varð til þess herinn, sem aldrei var kannski til stórræðanna, varð eiginlega orðinn hálfgerður þykjustuher, eins og margir stjórnmálamenn hafa orðað það. Sænski herinn mátti líka búa við mikinn niðurskurð en eftir herskyldan var tekin upp á árið 2017 sneru yfirvöld við blaðinu og herinn fékk auknar fjárveitingar sem mjög hefur verið bætt í, ekki síst á síðustu tveimur árum. Danir hafa stóraukið fjárveitingar til varnar- og öryggismála og stjórnmálamenn hafa talað opinskátt um það sem þeir kalla mistök, hafa gengið svo nærri hernum það taki mörg ár koma honum á réttan kjöl, eins og varnarmálaráðherrann komst orði í viðtali fyrir skömmu. Svíar og Finnar eru langt á undan okkur í þessum efnum, sagði ráðherrann.

Nafnalisti

  • Í Svíþjóðstaðan
  • MSBAlmannavarnastofnun Svíþjóðar
  • Per Bjerrebyggingaverktaki
  • Pútínforseti Rússlands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1051 eind í 50 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 45 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.