Íþróttir

„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“

Runólfur Trausti Þórhallsson

2025-03-19 18:19

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag.

Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag.

Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15.

Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands, sagði Arnar og hélt áfram.

Það er mjög mikilvægt spila vel á útivelli. Það spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.

Ég held leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.

Við þurfum bara sjá til þess við komumst áfram, sagði Arnar einnig.

Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi því sækja hratt.

Arnar tók jafnframt fram hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri hefja nýja vegferð. hann sagði þetta myndi taka tíma en hann veit liðið þarf sækja úrslit.

Við hverju búast

Hátt orkustig. Vorum fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.

Þurfum kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til halda í svo við verðum klárir í haust.

Staðan á hópnum

Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Mikael Andersonlandsliðsmaður
  • Orri Steinn Óskarssonframherji
  • Pristínahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
  • Valgeir Lunddal Friðrikssonbakvörður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 537 eindir í 38 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 34 málsgreinar eða 89,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.