Íþróttir

Valur á toppinn eftir sigur gegn Gróttu

Jóhann Páll Ástvaldsson

2025-03-08 17:36

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

RÚV/Mummi Lú

Valur er komið í efsta sæti efstu deildar karla í handbolta eftir 2926 sigur gegn Gróttu. Grótta er í 11. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild um sæti í þeirri efstu.

Valur er með 30 stig en FH er með 29 stig og á leik til góða. Grótta er með 10 stig í 11. sæti.

Grótta átti raunar frumkvæðið nær allan leikinn. Grótta leiddi mest með fimm mörkum í fyrri hálfleik. En Valsmenn komust í fyrsta sinn yfir á 50. mínútu leiksins í stöðunni 2423.

Nafnalisti

  • Mummi Lúljósmyndari
  • ValurÍslandsmeistari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 105 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,97.