Fæðufullveldi og falsfréttir

Ritstjórn Bændablaðsins

2025-03-06 11:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mér hefur síðustu dagana þótt gaman japla á jákvæða nýyrðinu fæðufullveldi sem ég hafði a.m.k. aldrei heyrt fyrr en á nýlegum fundi um landbúnaðarmál. Það er minna gaman öðrum og neikvæðari hugtökum á borð við falsfréttir og upplýsingaóreiðu sem því miður heyrðust þarna líka. Ég viðurkenni sjálfur er ég ekki saklaus af því orðfæri.

Trausti Hjálmarsson.

Á þessum fundi mátti enn eina ferðina heyra grundvallaratriðin snúast um landbúnaðurinn skili bændum viðunandi afkomu og neytendum samkeppnishæfu verði. Til þess hvort tveggja af þessu tvennu geti orðið veruleika er nauðsynlegt halda öllum tilkostnaði í lágmarki án þess gefa afslátt af íslensku gæðakröfunum sem ávallt verða bæði stolt bænda og þjóðarinnar.

Það er líka aðalatriði bændur fái keppa á heilbrigðum jafnréttisgrundvelli við innflutning frá kollegum sínum erlendis og sömuleiðis frá risastórum afurðastöðvum þeirra. Í þeim samanburði eru íslenskar stærðir dvergvaxnar á sama tíma og mér a.m.k. er ekki kunnugt um hærri þröskulda í gæðakröfum annars staðar í heiminum. Og það er reyndar gott.

Auðvitað vilja bændur keppa. Samkeppni veitir aðhald, lækkar verð og tryggir traust á neytendamarkaði. Lækkun tilkostnaðar lækkar líka verð. Í báðum tilfellum væri eitthvað stórkostlegt ef væri ekki raunin. Þá yrði það hlutverk eftirlitsiðnaðarins grípa í taumana og leiðrétta skekkjuna. En eftirlitið á mínu mati ekki koma í veg fyrir kostnaðarlækkanir vegna þess þær muni mögulega ekki skila sér á rétta staði. Í agnarsmáu íslensku landbúnaðarhagkerfi er það vægast sagt einkennilegt hindra hagræðingu fyrir fram af ótta við hið ókomna sem öllum líkindum kemur svo aldrei.

Ég nefndi ljótu orðin, falsfréttir og upplýsingaóreiða, væru því miður hluti af umræðunni um íslenska landbúnaðinn. Ekki það ég vilji taka mér gífuryrði í munn en þegar ostur sem hefur mjólk sem 85% af innihaldsefni sínu fær heita jurtaostur finnst mér það beinlínis blekking. Líka þó Evrópusambandið leggi blessun sína yfir bullið. Sem betur fer eru öll dómstig íslenska réttarríkisins ósammála og finnst ostur eigi tollflokkast sem ostur.

Mér finnst það líka vera einkenni upplýsingaóreiðu þegar því er einhvern veginn haldið fram bændur á Íslandi keppi á jafnréttisgrundvelli við gríðarlega mikinn nafnlausan innflutning á landbúnaðarvörum bæði í forelduðum matvælum og ferskum eða frosnum landbúnaðarhráefnum. Oft veit enginn hvaðan þau koma við hvaða aðstæður þau eru framleidd.

Og komum þá hugtakinu fæðufullveldi, sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, notaði í ágætum fyrirlestri sínum á fyrrnefndum fundi. Ég skil orðið þannig það snúist um sjálfstæði og vera engum öðrum háður þegar matvælaframleiðsla er annars vegar. Svona í ætt við drauma Guðbjarts Jónssonar, Bjarts í Sumarhúsum Sjálfstæðs fólks, sem reyndar urðu aldrei veruleika. Til þess var veruleikafirringin, einþykknin og þrjóskan alltof mikil.

Við bændur erum auðvitað raunsærri en þessi skáldaði hugsjónamaður Halldórs Laxness. Við vitum íslensk þjóð mun því miður seint verða algjörlega sjálfbær í landbúnaðarframleiðslu sinni. En við getum gert ýmislegt til komast nær því marki. Og við eigum ekki bara gera það heldur verðum gera það. Augljóst er auka þarf til muna ýmsar varabirgðir í landinu sem í dag eru í lágmarki og jafnvel engar. En grundvallaratriðið er auðvitað okkar eigin frumframleiðsla í matvælageiranum, landbúnaðurinn, fullmönnuð og landið okkar ásamt öllum þess auðlindum sömuleiðis fullnýtt í framleiðslugetu sinni.

Það er af þessum ástæðum sem landbúnaður snýst ekki um sérhagsmuni fárra heldur almannahagsmuni. Ég hef reynt temja mér bera virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum en mínum eigin en þegar því er t.d. haldið fram tollar á innflutning landbúnaðarvara snúist um þjónkun við sérhagsmuni bænda er svolítið langt hjá mér í þolinmæðina og umburðarlyndið. Sérstaklega af því hagsmunirnir sem í húfi eru hafa alls ekki einungis með hinn stóra hóp bænda gera heldur landsmenn alla.

Það vill til við stjórnvöl þjóðarskútunnar, og meira að segja í sjálfu matvælaráðuneytinu, sitja þjóðkjörnir fulltrúar Viðreisnar sem allt frá stofnun flokksins hafa gefið sig út fyrir berjast fyrir almannahagsmunum og um leið gegn sérhagsmunum. Engir ættu því kunna betri skil á réttu og röngu í slíkum skilgreiningum.

Daginn sem Bændasamtök Íslands héldu fyrrnefndan fund ásamt fimm öðrum félagasamtökum í landbúnaðargeiranum birtist grein eftir atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínu Friðriksson, í Morgunblaðinu. Þar fjallaði hún m.a. um mögulega ógildingu núverandi búvörulaga og sagði þar samhliða verði unnið öðru frumvarpi sem tryggir innlendir framleiðendur hafi ekki minna svigrúm til hagræðingar en er í nágrannalöndum okkar. Þessi orð, sem eru líka komin á prent hér í Bændablaðinu, eru auðvitað ákaflega mikilvæg. innlendir framleiðendur, þ.e. bændur, hafi ekki minna svigrúm til hagræðingar en kollegar þeirra í nágrannalöndunum. Um meira höfum við aldrei beðið.

Það er líka fagnaðarefni ráðherrann er augljóslega staðráðinn í því leggja vel við hlustir áður en viðræður um nýjan búvörusamning hefjast. Þegar við hittumst í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum sammæltumst við um fara saman í hringferð um landið til þess hitta bændur máli. Hún vildi einfaldlega heyra um áherslur okkar og aðstæður frá fyrstu hendi. Geri aðrir ráðherrar betur! Fundirnir eru fyrirhugaðir dagana 7. til 11. apríl og vonandi er bændur muni hvort tveggja í senn fjölmenna á þetta stefnumót við ráðherrann og tala máli okkar af rökfestu.

Nafnalisti

  • Bændasamtök Íslandsfyrst og fremst spurning um lífsstíl
  • Bjarturbókaútgáfa
  • Guðbjartur Jónssoneinn eigenda Litla kletts
  • Halldór LaxnessNóbelsskáld
  • Hanna KatrínFriðriksson
  • Trausti Hjálmarssonformaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 924 eindir í 47 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 42 málsgreinar eða 89,4%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.