Stjórnmál

Finnska stjórnin vill jarðsprengjur við landamærin

Róbert Jóhannsson

2025-04-01 15:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Finnar ætla segja sig úr alþjóðasáttmála gegn jarðsprengjum. Forsætisráðherrann Petteri Orpo segir þetta svar Finna við ógn Rússa. Áður hafa Pólverjar, Litáar, Lettar og Eistar greint frá því þeir vilji draga sig úr sáttmálanum. Ákvörðun Finna bíður samþykktar finnska þingsins. Verði það samþykkt tekur það gildi eftir hálft ár.

Sáttmálinn er kenndur við Ottawa og var undirritaður 1997. Yfir 160 ríki undirrituðu hann, en Bandaríkin og Rússland eru meðal ríkja sem gerðu það ekki. Sáttmálinn bannar notkun, söfnun, framleiðslu og flutning jarðsprengna.

Hinum megin víglínunnar, í Rússlandi, var mesta herkvaðning Rússlands í langan tíma. Um 160 þúsund karlmenn á aldrinum 18 til 30 ára voru kallaðir í herinn og eiga gegna eins árs herþjónustu. Þar með telur Rússlandsher nærri 2,4 milljónir manna og hermenn sem gegna herþjónustu verða ein og hálf milljón.

Nafnalisti

  • Finnaafstaða þeirra til Kúrda
  • Petteri Orpoforsætisráðherra Finnlands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 149 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,74.