Eins og „öllu hafi verið snúið á hvolf“ í þingsályktunartillögu um borgarstefnu
Ágúst Ólafsson
2025-04-01 14:54
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þann 13. mars mælti Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrir þingsályktunartillögu um borgarstefnu fyrir Ísland.
Hún felst annars vegar í því að styrkja höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur, höfuðborgarsvæðið og borgarsvæðið í heild og hins vegar að festa Akureyri í sessi sem svæðisborg og skilgreina og efla hlutverk hennar og borgarsvæði.
Borgarstefna eigi að miða að því að búa til fleiri borgir á Íslandi
Þetta er liður í aðgerðaáætlun stefnumótandi byggðaáætlunar þar sem borgarstefna er hluti af byggðastefnu landsins alls. Markmiðið er að tvö stærstu þéttbýlissvæði landsins verði efld og samkeppnishæfi þeirra styrkt, ekki síst í harðnandi alþjóðlegri samkeppni.
„Þegar er talað um að búa til borgarstefnu á Íslandi þá finnst mér alveg liggja í augum uppi að það sé stefna sem miðar að því að búa til fleiri borgir á Íslandi. Og byggja Ísland upp á fleiri stöðum en bara á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri,“ segir Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.]] Borgarstefna eigi því ekki að snúast um eina eða tvær borgir. Með því að búa til fleiri borgir fáist mun betri kjölfesta í búsetu á fleiri svæðum landsins en nú er. [[“ Austurland er til dæmis mjög gott dæmi um þetta. Þar væri mjög gott að hafa smáborg sem styddi allan þann landshluta. Á Selfossi er þetta að einhverju leyti að gerast fyrir augunum á okkur, þar er að verða til svæðisborg. Og mér finnst allt of ódýrt að afgreiða það eins og það sé bara úthverfi Reykjavíkur. Það er það alls ekki, það er þjónustumiðstöð fyrir mjög stóran landshluta. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað er gríðarleg gróska á öllu Suðurlandi og það er að leiða til þess að Selfoss er að stækka og stækka og verður væntanlega stærsta smáborgin á Íslandi. En ég tel bara mjög æskilegt að stefna að því, vegna mikillar mannfjölgunar hérna á Íslandi og að við þurfum þá væntanlega að byggja upp íbúðarhúsnæði um allt land, að borgarstefnan snúist um það að við byggjum upp fleiri smáborgir á Íslandi.“
Fjármagn til Reykjavíkur og Akureyrar megi ekki draga úr framlögum til uppbyggingar annars staðar
Í umsögnum um drög að borgarstefnu sést að margir hafa efast um ágæti borgarstefnunnar eins og hún er lögð fram þar. Sveitarfélög árétta að áhersla og fjármagn til borgarhlutverks Reykjavíkur og Akureyrar megi ekki draga úr framlögum ríkisins til uppbyggingar í öðrum landshlutum. Leggja þurfi meiri áherslu á og skýra betur hvernig stefnan eigi að styðja við sjálfbærni og þróun dreifðra byggða. Hvatt er til að tekið verði tillit til þessara atriða áður en endanlega borgarstefna verður samþykkt. Þessi tónn sést í fleiri umsögnum þar sem fram kemur að svo virðist sem megináherslan sé lögð á að auka hlutfallslegt forskot borganna á kostnað annarra byggðarlaga.
Í sinni umsögn um tillöguna bendir Jón Þorvaldur á að öll þessi vinna hafi fyrst og fremst hafist vegna óska Akureyringa og Norðlendinga um að ríkisvaldið styddi við borgarmyndun á Akureyri. Útkoman sé hins vegar eins og öllu hafi verið snúið á hvolf. Fram sé komið plagg þar sem Akureyri er eiginlega aukaatriði en Reykjavíkurborg sem hafi algjöra yfirburðastöðu á landinu hafi tekið þessar borgarhugmyndir yfir í eigin þágu.]] Þetta er þá meira og minna farið að snúast um það að ríkið eigi að einbeita sér fyrst og fremst að því að styrkja höfuðborgina. Í landi þar sem höfuðborgin hefur svo feykilega yfirburði yfir alla aðra landshluta að slíkt finnst ekki annars staðar í Evrópu, liggur mér við að segja. Yfirburðirnir eru slíkir að ég get ekki séð af hverju ætti að fara að búa til stefnu sem snýst um það að fara að styrkja borgina sérstaklega umfram aðra staði. [[“ Það er lögð meiri áhersla að á höfuðborgarsvæðinu eigi meðal annars að vera nýsköpun og alþjóðleg starfsemi. Höfuðborgarsvæðið eigi að vera meiri svona driver í efnahagslegum þáttum. En á Akureyri er ekki talað um að það eigi að vera einhvers konar driver þar, heldur miklu meira talað um að þar eigi að vera þjónusta og menning — svona þjónustu- og menningarhlutverk fyrir svæðið í kring.“
Ísland þurfi stefnu sambærilega írsku stefnunni Project Ireland 2040
Jón Þorvaldur telur að Ísland þurfi stefnu sambærilega írsku stefnunni Project Ireland 2040. Þar sé beinlínis stefnt að því að auka vöxt utan höfuðborgarinnar Dublin vegna þess að þar sé orðin of mikil samþjöppun. Project Ireland 2040 snýst um að 75 prósent vaxtar til ársins 2040 verði utan Dublin, helmingurinn af því verði í fimm öðrum borgum en hinn helmingurinn um allt Írland.
„Við gætum sagt að ef þessi stefna væri á Íslandi, þá væri stefnan að 75 prósent af vextinum yrði fyrir utan höfuðborgarsvæðið og helmingurinn af þeim vexti yrði kannski á Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum og kannski á einum, tveimur stöðum í viðbót sem við myndum velja sem efnilega staði til að vera smáborg. Til dæmis kannski Borgarnes og það má pæla í fleiri stöðum. En eins og þessi stefna er núna, eða ályktunin lítur út núna, þá er eins og að á Írlandi væri samin stefna um það að styrkja sérstaklega Dublin og kannski Cork. Svo bara væri ekkert minnst á restina.“
„Samkeppnishæfni Íslands sé það sem við eigum að horfa á“
„Ég tel að samkeppnishæfni Íslands sé það sem við eigum að horfa á, ekki bara samkeppnishæfni Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Við eigum að horfa á samkeppnishæfni Íslands og það eru alls konar tækifæri um allt land á Íslandi og til þess að nýta þessi tækifæri þá þurfum við að byggja upp um allt land. Við þurfum að ná stærri bæjum sem hafa svona kjarnahlutverk og þannig verður búsetumynstrið á Íslandi miklu fjölbreyttara og gerir það að verkum að það verða meiri líkur á að fólk vilji setjast hérna að. Það eru þá meiri möguleikar úr að velja.“
Nafnalisti
- Eyjólfur Ármannssonþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
- Jón Þorvaldur Heiðarssonlektor
- Project Ireland
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 991 eind í 44 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 37 málsgreinar eða 84,1%.
- Margræðnistuðull var 1,67.