Viðskipti

Tollarnir hafa takmörkuð áhrif á Kauphöllina

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

2025-04-03 11:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Lítil breyting hefur orðið á Kauphöllinni þrátt fyrir boðaða tíu prósenta tollaálagningu Bandaríkjanna á innflutning frá Íslandi. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæplega eitt og hálft prósent en Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði, segir slíka lækkun vel geta orðið án þess það séu stórfréttir.

Már segir markaðurinn hafi verið búinn gera ráð fyrir tollum þó þeir séu hugsanlega hærri en búist var við. Þetta er ekki alveg úr takti við það sem búið var lýsa yfir dagana á undan, segir Már.

Már segir þó Bandaríkin séu ein stærsta útflutningsþjóð Íslands séu viðskipti Íslands langmest við Evrópusambandið. Tollar Bandaríkjanna gætu leitt til meiri samskipta Íslands og Evrópu og jafnvel Íslands og Kanada.

Áhrifin eru mest á fyrirtæki sem reiða sig mikið viðskipti við Bandaríkin. Þar er JBT Marel ofarlega á lista. Már segir tollana ekki hafa haft áhrif á hlutabréfaverð hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, sem sýni tollarnir hafi ekki komið þeim á óvart.

Í Evrópu hafa markaðir farið meira niður. Í Bretlandi hafa hlutabréfamarkaðir lækkað um eitt og hálft prósent, en Bandaríkin boða 10 prósetna tolla á innflutning frá Bretlandi líkt og Ísland. Í ríkjum Evrópusambandsins, sem Bandaríkjaforseti leggur 20 prósenta tolla á, hafa markaði lækkað meðaltali um tvö og hálft prósent.

Nafnalisti

  • JBT Marelbert nafn
  • Már Wolfgang Mixalektor í fjármálum við Háskóla Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 222 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.