Yfir þrjú þúsund látin eftir jarðskjálftana í Mjanmar
Ástrós Signýjardóttir
2025-04-03 11:29
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Yfir þrjú þúsund hafa fundist látin í Mjanmar eftir jarðskjálftana á föstudag og hátt í fimm þúsund eru slösuð. Hundraða er enn saknað og gert er ráð fyrir að tala látinna muni hækka.
Hjálp hefur ekki enn borist til fjölda svæða sem vitað er að urðu illa úti í jarðskjálftunum. Fjöldi ríkja hefur sent hjálpar- og björgunarsveitir til Mjanmar en bágbornir innviðir og yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu gera hjálparstarfi erfitt fyrir.
Tímabundið vopnahlé milli stríðandi fylkinga hófst á miðvikudag. Á þriðjudagskvöld skutu hermenn á bílalest kínverska Rauða krossins sem flutti hjálpargögn.
Kínverskt björgunarlið bjargar fólki úr rústum húsa í Mjanmar. EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING
Nafnalisti
- NYEIN CHAN NAING
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 106 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,60.