Út­húðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flótta­manna­búðunum

Sindri Sverrisson

2025-04-01 15:17

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Það er óhætt segja danska fótboltastjarnan Nadia Nadim ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma.

Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku.

Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt fara láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið.

Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er gera.

Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk kynnast henni. Ég get fullyrt það æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held hún haldin einhverri minnimáttarkennd, sagði Nadim.

Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og Bakker hreinlega ekki vel við hana.

Ekki vön vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki

Við áttum fundi saman og ég sagði henni ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið.

En fyrst hún heldur áfram gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað, sagði Nadim.

Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin huga lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti.

Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma hætta í landsliðinu en ég er reyna finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin hætta en það þarf vera með réttum hætti og EM væri fullkomið, sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí.

Nafnalisti

  • AC Milanítalskt knattspyrnufélag
  • Nadia Nadimdönsk landsliðskona
  • Suzanne Bakker

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 395 eindir í 22 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 81,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.