Slys og lögreglumál

Grunaður um að verða mæðgum að bana

Jón Þór Stefánsson

2025-04-03 11:51

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Dánarorsök mæðgna sem fundust látnar í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs voru skotsár. Lögreglan í Noregi greindi frá þessu í dag.

Fyrst var greint frá því í byrjun vikunnar þrír hefðu fundist látnir. Annars vegar voru það mæðgurnar, 51 árs gömul móðir og sautján ára dóttir, og hins vegar grunaður árásarmaður.

Bráðbirgðakrufning hefur leitt í ljós mæðgurnar létust vegna skotsára. Þær eru taldar hafa dáið samstundis og þær voru skotnar. Þær fundust látnar á heimili sínu í Lindesnesi.

Grunaður árásarmaður, 24 ára karlmaður, fannst látinn í kyrrstæðum bílá bílastæði í tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá heimilinu. Talið er hann hafi svipt sig lífi.

Í bílnum fannst vopn. Lögreglan rannsakar hvort vopnið það sama og var notað til bana mæðgunum.

Samkvæmt Verdens Gang voru tengsl milli meints árásarmanns og mæðgnanna en hann mun þó ekki hafa verið skyldur þeim.

Nafnalisti

  • Verdens Gangnorskt blað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 156 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.