Viðskipti

Hertz á Ís­landi tekur yfir rekstur Dollar og Thrif­ty

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-03 11:49

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hertz á Íslandi tók í byrjun mánaðarins yfir rekstur bílaleigumerkjanna Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental á Íslandi. Vörumerkin Dollar og Thrifty hafa frá árinu 2009 verið starfrækt á Íslandi af Brimborg ehf. en færast yfir til Hertz á Íslandi.

Þessi breyting er í samræmi við stefnu móðurfélagsins og ákvörðun Hertz Global Holdings, sem keypti Dollar Thrifty Automotive Group árið 2012, segir í tilkynningu Hertz á Íslandi.

Við erum gríðarlega ánægð með þessa yfirfærslu og erum spennt fyrir þeim tækifærum sem hún færir okkur, segir Sigurður Berndsen, forstjóri Hertz á Íslandi. Með því bæta Dollar og Thrifty við okkar vörumerkjafjölskyldu getum við boðið viðskiptavinum enn fjölbreyttari þjónustu og úrval af bílaleigubílum, sem mun styrkja stöðu okkar á markaðnum og sérstaklega til erlendra ferðamanna.

Sjá einnig]] Móðurfélag BL gengur frá kaupum á Hertz á Íslandi

Bílaleiga Flugleiða ehf., sérleyfishafi Hertz á Íslandi, er í eigu Eggs ehf., móðurfélags bílaumboðsins BL.

Í tilkynningunni þakkar Hertz á Íslandi Brimborg ehf. fyrir framlag þeirra til uppbyggingar Dollar og Thrifty vörumerkjanna á Íslandi.

Fram kemur allar bókanir sem gerðar hafa verið hjá Dollar og Thrifty fyrir og eftir 1. apríl 2025 muni haldast óbreyttar og engar aðgerðir eru nauðsynlegar af hálfu viðskiptavina.

Nafnalisti

  • A Car
  • BLbílaumboð
  • Global Holdings
  • Sigurður Berndsenframkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz
  • Thriftybílaleiga
  • Thrifty Car Rental

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 210 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.