Varaði gegn því að hækka verð á bílum
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-03-28 11:48
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði saman nokkra forstjóra af helstu bílafyrirtækjum Bandaríkjanna fyrr í þessum mánuði í símaviðtal þar sem hann varaði þá við að hækka verð á bílum vegna tolla.
Forsetinn sagði að ríkisstjórnin myndi líta illum augum á slíkar verðhækkanir og samkvæmt WSJ hafa nokkrir þeirra áhyggjur af mögulegum refsiaðgerðum frá forsetanum.
Trump sagði að forstjórarnir ættu að vera þakklátir fyrir að hann hafi endurkallað reglugerðir Joe Biden um rafbílaframleiðslu, sem fólu meðal annars í sér styrki og losunarkröfur. Hann sagði svo að tollarnir væru frábærir og að framleiðendur myndu njóta góðs af þeim.
Sjá einnig]] Hlutabréf Mercedes og Porsche taka dýfu
Nýjustu tollar Trump á innflutta bíla og varahluti hljóða upp á 25% og taka gildi 2. apríl nk. Þar sem flestir bandarískir bílaframleiðendur reiða sig á hráefni og íhluti frá öðrum löndum er nánast óhjákvæmilegt að þeir muni hækka verð sín.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Joe Bidenfyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna
- MercedesFinninn Valtteri Bottas sem var annar
- WSJtímarit
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 148 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,70.