Sæki samantekt...
Doktorsnemi við Tufts-háskóla í Bandaríkjunum var stöðvuð af óeinkennisklæddum mönnum sem síðan tóku hana höndum og færðu í ómerkta bifreið á þriðjudag. Á myndskeiði heyrðist vegfarandi spyrja hvort þetta væri mannrán.
Neminn heitir Rumeysa Ozturk og kemur frá Tyrklandi. Fjöldi fólks hefur komið saman til mótmæla vegna handtöku hennar.
Í fyrstu vissi enginn hvert farið var með hana. Síðar kom í ljós að hún var færð í varðhaldsstöð í Louisiana, tæplega 3.000 kílómetra í burtu. Enn er óljóst hvað nákvæmlega hún á að hafa unnið sér til saka.
Fréttastofa ræddi við starfsmann í skólanum sem vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að nemendur af erlendum uppruna séu óttaslegnir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á fréttamannafundi í gær að líklega hefðu yfir 300 verið svipt dvalarleyfi.
Nafnalisti
- Rumeysa Ozturk
- Utanríkisráðherra BandaríkjannaAntony Blinken
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 132 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,80.