Stjórnmál
Nýr ráðherra tekur við af Ásthildi Lóu á ríkisráðsfundi á morgun
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
2025-03-22 11:50
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Þar verður Ásthildi Lóu Þórsdóttur veitt lausn frá embætti sem barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra skipaður. Fyrri fundurinn verður klukkan 15 og sá seinni korteri seinna, klukkan 15:15.
Ásthildur Lóa sagði af sér embætti í fyrrakvöld eftir að upp komst að hún hafði átt í ástarsambandi við 15 ára gamlan ungling þegar hún var 22 ára og eignaðist með honum son ári seinna.
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 77 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,61.