Á annað hundrað látnir í Mjanmar

Rafn Ágúst Ragnarsson

2025-03-28 22:07

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Min Aung Hlaing, yfirforingi mjanmarska hersins og leiðtogi herforingjastjórnar landsins segist gera ráð fyrir því fjöldi látinna muni hækka og biðlaði til hvaða lands sem er, hvaða stofnunar sem er koma íbúum Mjanmar til aðstoðar. Herforingjastjórnin segir mikil þörf á blóði á þeim svæðum sem verst fóru úr skjálftunum og óttast um vegainnviðir hafi orðið fyrir þvílíkum skemmdum erfitt verði viðbragðsaðila komast til þeirra.

Eins og fram kom hafa taílensk stjórnvöld staðfest níu manns hafi látið í kjölfar þess háhýsi í Bangkok hrundi. Þá er 81 leitað í rústunum. Einnig hefur verið tilkynnt um tjón í Kína.

Í Mjanmar greina staðarmiðlar frá því fjöldi fólks væri látið í borginni Mandalay og í bæjunum Toungoo og Aungban. Hundruð slasaðra voru flutt á sjúkrahús í Naypyidaw, höfuðborg landsins, þar sem hlúð var sárum þeirra utandyra vegna tjóns sem spítalabyggingin hafði orðið fyrir þegar skjálftarnir riðu yfir.

Umfang tjónsins í Mjanmar er enn óljóst en myndefni á samfélagsmiðlum bendir til þess það töluvert. Viðbragðsaðili sem Guardian ræddi við í borginni Amarapura segist telja fimmtungur allra bygginga í borginni hafi hrunið.

Nafnalisti

  • Mandalayborg
  • Min Aung Hlainghershöfðingi
  • Naypyidawhöfuðborg

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 243 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,86.