Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir
2025-03-22 11:40
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Sjö voru handteknir vegna átaka við Ingólfstorg í gærkvöldi. Tveir særðust en báðir eru á batavegi. Tvö önnur mál, er varða slagsmál, gætu tengst árásinni að sögn aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.
Vilhjálmur Árnason formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nokkrir þingmenn hafi komið að máli við hann um að mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra verði tekið fyrir í nefndinni. Skoða verði aðkomu forsætisráðuneytisins og meintan trúnaðarbrest.
Við ræðum við íbúa á völlunum í Hafnarfirði, sem hefur síðustu mánuði barist gegn uppbyggingu Carbfix í Straumsvík. Hann segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að hætt hafi verið við verkefnið.
Það er mikið um að vera í sportinu. Við heyrum af bikarúrslitum í körfuboltanum, bæði karla- og kvennamegin og farið verður yfir bardaga Gunnars Nelson í Lundúnum í kvöld. Við heyrum svo í okkar manni Aroni Guðmundssyni sem er staddur með karlalandsliðinu í fótbolta úti á Spáni.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.
Nafnalisti
- Aron Guðmundssoníþróttablaðamaður Fréttablaðsins
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Carbfixíslenskt fyrirtæki
- Gunnar Nelsonbardagakappi
- Vilhjálmur Árnasonþingmaður Sjálfstæðisflokksins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 172 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,56.