Hvað vantar? Eða vantar kannski ekkert?

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 22:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Íslensk hönnun er fyrirferðarmikil núna í tilefni af Hönnunarmars sem hófst formlega seinni partinn í dag. Íslenska hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík bauð í morgunkaffi í morgun í húsgagnaverslun Pennans. Yfirskrift viðburðarins var Hvað vantar? þar sem Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður, og Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi Fólk Reykjavík, buðu upp á samtal um framtíð íslenskra húsgagna og köfuðu í hönnunararf fortíðar.

Tinna sagði frá hönnunareinkennum föður síns Gunnars Magnússonar sem var einn öflugasti húsgagnahönnuður 20. aldarinnar og hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Ragna Sara ræddi um uppbyggingu á hönnunarlínu Fólk Reykjavík og aukinni áherslu á útgáfu íslenskrar húsgagnahönnunar í samvinnu við Pennann.

Nafnalisti

  • Fólk Reykjavíkhönnunarfyrirtæki
  • Gunnar Magnússonþjálfari
  • Ragna Sara Jónsdóttirstofnandi
  • Tinna Gunnarsdóttirvöruhönnuður
  • Tinnihundur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 105 eindir í 5 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 80,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.