Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum
Elín Margrét Böðvarsdóttir
2025-03-07 18:14
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu.
Í fréttatímanum verður einnig fjallað um stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir varnarsaming Íslands við Bandaríkin standa sterkt, þrátt fyrir breyttan tón frá Bandaríkjunum.
Við fjöllum einnig um tollastríð í fréttatímanum en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta álagningu tolla á ákveðnar vörur frá Mexíkó og Kanada. Viðskiptastríð virðist engu að síður yfirvofandi sem gæti teygt anga sína til Evrópu.
Loks verðum við í beinni útsendingu úr Borgarleikhúsinu í fréttatímanum þar sem sýning um Ladda verður frumsýnd í kvöld.
Í sportinu verður rætt við Benóný Breka Andrésson sem raðar inn mörkum fyrir Stockport Country.
Nafnalisti
- Benóný Breki Andréssonsóknarmaður KR
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Kristrún Frostadóttirformaður
- Laddihans mikla fyrirmynd í leiklistinni
- Stockport Country
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 139 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,76.