Stjórnmál

Hefur lýst yfir vantrausti á kerfið um árabil

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-14 15:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, hefur beðist afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í kjölfar þess íslenska ríkið var sýknað af bótakröfu Ásthildar og eiginmanns hennar í gær. Við erum löngu hætt gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum, sagði ráðherrann meðal annars um niðurstöðuna á Facebook síðu sinni.

Sjá einnig]] Málatilbúnaður óglöggur og krafan fyrnd

Fjöldi aðila, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, gagnrýndu þessi ummæli harðlega. Fyrr í dag sagði t.a.m. Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, í samtali við Vísi ráðherrasem er handhafi framkvæmdavaldsyrði gæta þrískiptingu ríkisvaldsins og ummæli hennar hæfi alls ekki stöðu hennar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði þá ummælin væru mjög óheppileg og ekki góð.

Eftir ríkisstjórnarfund sem lauk upp úr hádegi baðst Ásthildur afsökunar. Hún sagðist ýmist við fjölmiðla hún hafi hlaupið á sig eða tekið allt of djúpt í árinni en hún hafi verið svekkt þegar niðurstaðan fyrir í gær. Hún gæti ekki fullyrt neitt um dómstóla almennt og bæri traust til dómkerfisins þó hún væri ekki sátt við sína niðurstöðu.

Sjá einnig]] Sakar bankana um landráð í málefnalegri baráttu

Fullyrðing ráðherrans um ummælin hafi verið látin falla í hita leiksins en endurspegli ekki skoðun hennar almennt skýtur skökku við en um árabil hefur Ásthildur Lóa lýst yfir vantrausti á dómstóla, ríkisstofnanir, kerfið í heild og ríkisvaldið almennt.

Yfirlýsingar hennar í aðsendum greinum, viðtölum og færslum á samfélagsmiðlum hafa verið afdráttalausar og hefur hún látið ummæli falla ýmist sem almennur borgari, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, þingmaður og loks ráðherra.

Fyrir opnum tjöldum í tæpan áratug

Ásthildur Lóa steig fram og greindi frá sínu máli í löngum pistli á Facebook síðu sinni haustið 2016 og kastaði þar fram afdráttarlausum skoðunum um réttarkerfið.

Það sem við höfum lært og upplifað á eigin skinni er það ríkir ekki réttlæti á Íslandi. Við köllum okkur réttarríki en við erum það ekki í raun. Stjórnarskráin okkar segir allir eigi vera jafnir gagnvart lögum óháð t.d. efnahag, en er alls ekki raunin, segir í færslunni.

Við höfum misst alla trú á Ísland réttarríki sem verndi hagsmuni þegna sinna gegn ofríki og kúgun. Ísland/stjórnkerfið verndar bara eina hagsmuni-hagsmuni fjármálakerfisins! Á meðan fjármálakerfið fær sittog svo miklu miklu meira en það, almenningur éta það sem úti frýs. Samtryggingin og spillinginn innann stjórnkerfisins er, ja ógeðsleg, það er því miður ekki til annað orð yfir það, sagði hún enn fremur en sambærileg sjónarmið komu víðar fram í færslunni.

Þessum skoðunum hélt Ásthildur til streitu um árabil og allt fram til dagsins í dag en dæmin eru fjölmörg. Árið 2017 var hún t.a.m. ásamt eiginmanni sínum í viðtali hjá Fréttatímanum þar sem hún lét eftirfarandi ummæli falla.

Eftir allt þetta stapp verður segjast við höfum misst alla trú á því Ísland réttarríki, sagði Ásthildur. Það er alveg sama hvar maður reynir benda á óréttinn sem við teljum okkur hafa verið beitt, alls staðar rekst maður á sama viðmótið og sér brátt það mynstur stjórnkerfið, löggjafinn og réttarkerfið verja bara hagsmuni fjármálakerfisins.

Árið 2019 sendu Hagsmunasamtök heimilanna frá sér tilkynningu þar sem íslenskir dómarar voru sakaðir um spillingu en Ásthildur Lóa var þá formaður samtakanna. Í tilkynningunni sagði m.a.:

Dómstólar verða aldrei betri en dómararnir sem þá skipa og innan raða þeirra eru í dag fjölmörg skemmd epli sem hreinsa þarf burt áður en þau valda meiri skaða en orðið er. Það er ekki nema um tvennt ræða: Annað hvort eru íslenskir dómarar skelfilega illa sér í lögum um réttindi neytenda eða þeir draga taum fjármálafyrirtækja og eru með þeim í liði. Vanhæfir eða spilltir, aðrir möguleikar eru ekki fyrir hendi og dæmin um löglausa dóma orðin of mörg til framhjá þeim litið.

Óbreytt afstaða þrátt fyrir þingsæti

Sumarið 2022 skrifaði Ásthildur Lóa, sem þá sat á þingi og var samhliða formaður samtakanna, aðsenda grein sem birtist á Kjarnanum í kjölfar þess Fjársýsla ríkisins greindi frá því hún hefði ofgreitt laun opinberra starfsmanna, þar á meðal dómara.

Dómarar mótmæltu kröfunni um endurgreiðslu og sögðu m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu; Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Í grein sinni spurði Ásthildur hvernig hægt væri treysta fólki sem lætur svona út úr sér fyrir einni af þremur meginstoðum lýðveldisins, fjöreggi réttarríkisins?

Eftir hafa sjálf staðið í baráttu sem hefur tekið nokkra hringi frammi fyrir dómstólum og verið í forsvari fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, treysti ég mér til fullyrða íslenskir dómstólar brjóta ítrekað á rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli.

Ári síðar birti hún grein á Vísi þar sem hún vísaði aftur til eigin máls og sagði spillta embættismenn í spilltu kerfi hafa brotið á sér.

Þú átt ekki sjens ef ríkið, kerfið, brýtur á þér. Það er hin einfalda staðreynd málsins. Fyrir bankahrunið 2008 og glæpina sem framdir voru í kjölfarið, trúði ég á Ísland. Ég trúði á kerfið okkar og þó margt mætti betur fara, þá byggi ég í réttarríki þar sem mannréttindi væru virt. trú hefur verið tekin af mér ásamt svo mörgu öðru á þessum árum sem liðið hafa. , sagði hún meðal annars.

Haustið 2023 birti Ásthildur Lóa, sem enn var þingmaður og formaður samtakanna, grein á Vísi en um var ræða opið bréf til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu undir yfirskriftinni: Embætti þitt hafði af mér 10,6 milljónir og afhenti Arion banka. Hafði hún þá höfðað umrætt mál gegn ríkinu.

Við erum í ferlinu miðju og höfum neyðst til leita til dómstóla enn eina ferðina, dómstóla sem, lái okkur hver sem vill, við berum lítið traust til. Við höfum ekki enn, í allri baráttu okkar og málaferlum frá hruninu, upplifað réttlæti hjá dómstólum. Kerfið er hreinlega fjandsamlegt þeim sem leita réttar síns og virðist frekar vilja halda áfram brjóta á þeim sem reyna sækja sjálfsögð réttindi sín, í stað þess viðurkenna mistök. Virðingin fyrir einstaklingum sem eiga oft mikla hagsmuni undir, er engin, skrifar Ásthildur meðal annars.

Skammt frá síðustu yfirlýsingu

Ásthildur tók við sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrr á árinu. Fyrir ummælin sem hún lét falla í gær lýsti Ásthildur Lóa síðast yfir vantrausti í færslu á Facebook síðu sinni í byrjun febrúar, þegar málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í janúar 2022 höfðum við samband við lögmann okkar og fórum í skaðabótamál við ríkið, því það gengur ekki kerfin okkar, sem við eigum geta treyst, standi ekki undir því trausti, heldur valdi þvert á móti miklum skaða. Við megum ALDREI leyfa því viðgangast!

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Róbert Spanófyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1235 eindir í 54 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 46 málsgreinar eða 85,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.