Utanríkisráðherra heimsækir Vestfirði

Innanríkisráðuneyti

2025-03-14 15:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun dagana 17. til 19. mars sækja Vestfirði heim þar sem hún hyggst efna til samtals við íbúa um utanríkisþjónustuna og hvernig hún þjónar hagsmunum Íslands, bæði heima og erlendis. Komið verður upp tímabundnum starfsstöðvum utanríkisráðherra á Ísafirði og Patreksfirði þar sem íbúar geta sótt opna viðtalstíma og þá verður haldinn opinn fundur á Ísafirði. Þá hyggst ráðherra einnig heimsækja fyrirtæki og kynna sér starfsemi í byggðum Vestfjarða.

Um er ræða fyrsta viðkomustað utanríkisráðherra í fyrirhugaðri ferðaröð hennar um landið en ætlunin er ferðast reglulega út á land á næstu mánuðum og koma upp tímabundnum skrifstofum utanríkisráðuneytisins vítt og breitt. Með því vill utanríkisráðherra færa samtalið um utanríkismál nær fólkinu í landinu og gera grein fyrir því hvernig utanríkisþjónustan beitir sér daglega á alþjóðavettvangi í þágu heimilanna, neytenda og fyrirtækja um land allt.

Eitt af því fyrsta sem ég einsetti mér gera þegar ég tók við embætti utanríkisráðherra var skipuleggja ferðaröð um landið til færa þetta gríðarlega mikilvæga samtal nær þjóðinni allri og draga fram af hverju utanríkisþjónustan er mikilvæg fyrir fólkið okkar í landinu, segir Þorgerður Katrín. Mig langar til ræða hvernig alþjóðasamstarf hefur áhrif á daglegt líf okkar allra og hvernig við í utanríkisþjónustunni beitum okkur á hverjum degi fyrir bættu og öruggara samfélagi þjóða með mannréttindi allra leiðarljósi. Ég hlakka mikið til samtalsins við vini mína á Vestfjörðum.

Boðið verður upp á opna viðtalstíma á Ísafirði og Patreksfirði og þá fer fram opinn kvöldfundur á Ísafirði. Tímasetningar eru sem segir:

Opinn viðtalstími í Vestfjarðastofumánudaginn 17. mars kl. 16.0018.00

Opinn fundur á Dokkunni á Ísafirði-mánudaginn 17. mars kl. 20.00

Opinn viðtalstími á bæjarskrifstofu Vesturbyggðarþriðjudaginn 18. mars kl. 16.0018.00

Nafnalisti

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 293 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 76,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.