Framakonur og þekktir áhrifavaldar tóku þátt í nýjasta æðinu
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
2025-04-04 08:46
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Er Barre æðið að taka yfir Ísland?
Síðastliðin misseri hafa fjölmörg studio og heilsuræktir tekið upp „Barre“ tíma, en biðlistarnir eru langir og eftirspurnin mikil. Síðastliðinn sunnudag hélt Venja, íslenskt bætiefna fyrirtæki, sinn fyrsta viðburð og varð Barre viðburður einmitt það sem lét áskrifendur ásamt öðrum gestum mæta. Barre tíminn var kenndur í Núna Collective Studio og voru konur hvattar til þess að skrá sig, prufa eitthvað nýtt og brjóta uppá hversdagsleikann.
Fjöldin allur mætti, en um 60 konur létu sjá sig og viðtökurnar voru frábærar! Mörg þekkt andlit voru á staðnum og veglegir gjafapokar og veitingar í boði.
Hvað er barre?
Barre en sambland af pilates, jóga og styrktaræfingum og eru æfingarnar oft framkvæmdar upp við ballettstöng. Æfingarnar eru oft litlar æfingar sem miða að sérstökum vöðvahópum og eru unnar með eigin líkamsþyngd eða litlum lóðum. Barre er því tilvalið fyrir þá sem vilja lengja og móta vöðva í stað þess að byggja þá upp.
Hildur Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Venju sagði viðburðinn hafa gjörsamlega slegið í gegn og mörg kunnuleg jafnt og ný andlit sem létu sjá sig. „Markmið Venju er að búa til samfélag sem tilheyrir á marga vegu og það er það sem við ætlum að gera á komandi mánuðum, bjóða áskrifendum okkar að taka þátt í nýjum og skemmtilegum viðburðum. Svo er líka svo gaman að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt, hitta aðrar konur & njóta. Venja er nefnilega stofnað af konum fyrir konur,“ segir Hildur.
Viðburðurinn var haldinn af Sand Markaðsstofu fyrir Venju.
Sjáðu fleiri myndir frá viðburðinum hér að neðan.
Nafnalisti
- Barreæðið mitt
- Collective Studio
- Hildur Gunnarsdóttirarkitekt
- Sandur Markaðsstofu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 280 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 68,8%.
- Margræðnistuðull var 1,62.