Slys og lögreglumál

Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum

Samúel Karl Ólason

2025-04-02 12:14

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær senda ætti töluverðan herafla til Mið-Austurlanda. Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar loftárásir gegn Hútum í Jemen að undanförnu og þá hefur spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran.

Spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran hefur aukist nokkuð að undanförnu. Klerkastjórnin hefur staðið við bakið á Hútum í Jemen og þá hefur Trump einnig talað um klerkastjórnin megi ekki koma upp kjarnorkuvopnum.

Á sunnudaginn hótaði Trump árásum á Íran og refsiaðgerðum, ef klerkastjórnin gerði ekki samkomulag við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.

Það sem tilkynnt var í gærkvöldi var veru flugmóðurskipsins Harry S. Truman og meðfylgjandi flota í Mið-Austurlöndum yrði framlengd. Þar að auki yrði flugmóðurskipið Carl Vinson einnig sent á svæðið auk fleiri flugsveita og loftvarnarkerfa.

Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu er haft eftir talsmanni þess Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi gert ljóst muni Íranar eða leppar þeirra ógna Bandaríkjamönnum eða hagsmunum Bandaríkjanna, verði gripið til aðgerða.

Gervihnattamyndir hafa einnig sýnt minnst sex B2 sprengjuflugvélum hefur verið flogið til flugstöðvar Bandaríkjanna á Diego Garcia á Indlandshafi. Þær sprengjuvélar geta borið kjarnorkuvopn og sprengjur sem hannaðar eru til granda styrktum neðanjarðarbyrgjum.

B2 Spirit eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi en mjög erfitt er sjá þær á ratsjám. Þær hafa verið notaðar til varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Þær yrðu nauðsynlegar til gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran.

Sprengjurnar sem notaðar yrðu til granda niðurgröfnum kjarnorkurannsóknarstofum í Íran kallast GBU57 eða MOP, sem stendur fyrir Massive Ordnance Penetrator. Þær eru rúm tólf tonn þyngd og sex metra langar.

Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, lýsti því yfir á mánudaginn ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran yrði þeim svarað af mikilli hörku. Yfirmenn byltingarvarðar Íran hafa slegið á svipaða strengi og hótað alvarlegum afleiðingum, verði gerðar árásir á Íran.

Á hans fyrsta kjörtímabili dró Trump Bandaríkin frá samkomulagi sem mörg af stærstu ríkjum heims gerðu við Íran árið 2015 sem ætlað var setja takmarkanir á þróun klerkastjórnarinnar á kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana.

Trump beitti þá Íran aftur umfangsmiklum refsiaðgerðum. Hann lét einnig ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum en hann var talinn næst valdamesti maður Íran. Klerkastjórnin í Íran hefur á undanförnum árum verið sökuð um ráðabrugg um ráða Trump af dögum.

Frá því Trump rifti kjarnorkusamkomulaginu hafa íranskir kjarnorkuvísindamenn aukið auðgun úrans umtalsvert og takmörkuðu samhliða því aðgengi eftirlitsaðila kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum.

Til framleiða kjarnorkuvopn þarf auðga úran í 90 prósenta hreinleika og hafa fregnir borist af því Íranar eigi mikið af auðguðu úrani sem tiltölulega auðvelt væri koma í níutíu prósent hreinleika.

Ráðamenn í Ísrael hafa lengi sakað Írana um ætla sér koma upp kjarnorkuvopnum og gerðu þeir árásir á leynilega rannsóknarstöð í Íran í fyrra. Það var gert samhliða umfangsmiklum árásum á loftvarnarkerfi og eldflaugaframleiðslu Írans, eftir Íranar skutu fjölda skotflauga Ísrael.

Nafnalisti

  • Ali Khameneierkiklerkur
  • Carl Vinsonflugmóðurskip
  • Diego Garciasjálfsmark
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Harry S. Trumanfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
  • Massive Ordnance Penetrator
  • Pete Hegseth
  • Qassim Soleimaniíranskur hershöfðingi
  • Spiritlággjaldaflugfélag
  • Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaPentagon

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 508 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 80,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,80.