Sæki samantekt...
Til stendur að Donald Trump Bandaríkjaforseti ræði við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, í vikunni að sögn Steve Witkoff, erindreka Bandaríkjastjórnar.
Búist er við að Bandaríkjaforseti muni þrýsta á Pútín um að samþykkja 30 daga vopnahlé við Úkraínu. Úkraínumenn kváðust reiðubúnir að fallast á tillöguna á samningafundi þeirra við Bandaríkin í Sádí-Arabíu á þriðjudaginn.
Witkoff átti sjálfur fund með Pútín í síðustu viku og býst við að forsetarnir muni eiga gott og jákvætt samtal í vikunni. Pútín sagði á fimmtudag að hann væri hlynntur vopnahléi að nokkrum skilyrðum uppfylltum, en hefur ekki skýrt frekar hver þau skilyrði séu.
Sagði ekki hver skilyrði Pútíns væru
Vopnahléssamkomulagið yrði aftur á móti að leiða til langtímalausnar á deilunni og fjalla um frumorsök hennar að sögn Pútíns.
Volodymyr Zelensky hefur sakað Pútín um að draga viðræðurnar á langinn til þess að halda stríðinu áfram. Hann sé lygari sem þori ekki að segja Bandaríkjaforseta að hann hafi engan áhuga á vopnahléi.
Witkoff vildi ekki svara fyrirspurnum fréttamanna um hvort Pútín hefði farið fram á að Úkraínuher myndi gefast upp í rússneska héraðinu Kúrsk, stöðvun hernaðaraðstoðar frá Vesturlöndum, bann við friðargæsluliðum eða viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á hertökusvæðum Rússa í Úkraínu.
Hann sagðist þó myndu funda með Bandaríkjaforseta í dag til þess að fara yfir hvernig brúa mætti bilið á milli samningsaðila.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Kúrskkjarnorkukafbátur
- Steve Witkoff
- Vladimir Pútínforseti Rússlands
- Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 223 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,75.