Veður

Góður mögu­leiki á að sjá deildar­myrkva

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

2025-03-29 08:41

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Deildarmyrkvi á sólu verður í dag. Hann verður vel sjáanlegur á Vesturlandi þar sem bjartviðri er spáð meðan hann gengur yfir.

Sjónarspilið þegar tunglið kemur milli sólar og jarðar byrjar um tíuleytið og nær hámarki sínu rétt eftir klukkan ellefu. Svo verður þetta búið rétt eftir klukkan tólf, segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurfræðingur varar við því horfa á sólmyrkva með berum augum, það geti valdið sjónskaða. Ef fólk hyggst fylgjast með deildarmyrkvanum til mynda mælt með horfa í gegnum rafsuðugler eða þar til gerð sólmyrkvagleraugu.

Í dag verður austan og norðaustan 813 m/s og snjókoma með köflum, en 1320 m/s með talsverðri snjókomu um tíma Suðaustanlands, einkum sunnan Öræfajökuls. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til klukkan sjö í kvöld.

Víða verður vægt frost en spáð er allt fimm stigum á sunnan- og suðvestanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Breytileg átt 38 m/s, skýjað með köflum og sums staðar dálítil él, hiti um frostmark. Vaxandi suðaustanátt eftir hádegi með slyddu eða rigningu, en snjókomu norðanlands um kvöldið. Hlýnar í veðri.

Á mánudag:

Suðvestan 10-18, hvassast sunnantil. Rigning eða slydda, en mestu bjart norðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en kólnar með éljum síðdegis.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 8-15 og rigning eða slydda, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast sunnan- og austanlands.

Á miðvikudag:

Minnkandi vestlæg átt og él eða snjókoma. Frost 0 til 4 stig, en yfirleitt frostlaust sunnantil.

Á fimmtudag:

Sunnanátt og rigning eða slydda, en bjart með köflum á austanverðu landinu. Hiti 1 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á föstudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt. Skýjað og dálítil væta af og til, en bjart veður á austanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 339 eindir í 31 málsgrein.
    • Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 74,2%.
    • Margræðnistuðull var 1,59.