Sæki samantekt...
Í lok febrúarmánaðar greindu Ása Steinars, ferðaljósmyndari og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar, Leo Alsved, frá því að þau ættu von á sínu öðru barni saman. Nú hafa hjónin tilkynnt kyn barnsins með einstaklega skemmtilegu myndbandi.
Fyrir eiga Ása og Leo soninn Atlas sem fæddist í ársbyrjun 2022.
Í myndbandinu situr fjölskyldan við borð, að sjálfsögðu úti í náttúrunni, en fjölskyldan er stödd á Vestfjörðum, með svokallaða kynjaköku fyrir framan sig.
Ása er sannfærð um að þau eigi von á öðrum dreng en Leo giskar að þau eigi von á stúlku.
Það var Ása sem hafði rétt fyrir sér, en þegar parið skar í kökuna þá var hún full af bláu smjörkremi.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!
Nafnalisti
- Ásasystir
- Ási Steinarbirti
- Leo18 mánaða sonur sinn
- Leo Alsved
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 128 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,69.