RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar
Ritstjórn mbl.is
2025-04-02 12:20
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Að óbreyttu stendur Ríkisútvarpið (RÚV) ekki undir skammtímaskuldum og mun lenda í vanskilum ef ekki kemur til aukningar skulda við lánastofnanir, enda veltufjár- og lausafjárhlutfall lágt.
Kemur þetta fram í skýrslu endurskoðenda félagsins, Hinriks Gunnarssonar og Ingunnar Hafdísar Hauksdóttur, sem mættu á stjórnarfund RÚV 22. mars 2025.
Fjármálastjóri félagsins, Björn Þór Hermannsson, kynnti á fundinum samstæðu ársreikning RÚV fyrir árið 2024. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu ársins 2024 námu rekstrartekjur samstæðunnar 9.149 milljónum króna. Rekstrargjöld námu 8.972 milljónum króna og jukust um 730 milljónir króna milli ára eða um 8,9%. Annar rekstrarkostnaður, að frátöldum afskriftum, nam 4.582 milljónum króna sem er aukning um 503 milljónir króna eða 12,3%.
Aukning gjalda er einkum rakin til stórra íþróttaviðburða og kostnaðar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga og tvennra kosninga.
Tap var af rekstri RÚV upp á 188 milljónir króna á árinu 2024.
Samkvæmt fundargerð kemur fram að stjórn RÚV telji félagið of skuldsett.
Nafnalisti
- Björn Þór Hermannssonskrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins
- Hinrik Gunnarsson
- Ingunn Hafdís Hauksdóttir
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 145 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,55.