Íþróttir

Þrír Íslendingar á EM í frjálsum sem hefst í kvöld

Hans Steinar Bjarnason

2025-03-06 08:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Evrópumeistaramótið innanhúss í frjálsíþróttum hefst í dag í Apeldoorn í Hollandi. Þrír íslenskir keppendur taka þátt og fyrsti keppir strax í kvöld, Daníel Ingi Egilsson í langstökki. Þetta er annað stórmót Daníels Inga og hans fyrsta Evrópumeistaramót innanhúss, en Daníel Ingi keppti á sínu fyrsta stórmóti í fyrra, Evrópumeistaramótinu í Róm.

Daníel Ingi er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í langstökki og þrístökki bæði innanhúss og utanhúss. Hann er einnig Íslandsmethafi í langstökki utanhúss (8,21 m) og í þrístökki innanhúss (15,49 m). Besti árangur Daníels Inga innanhúss er 7,63 m frá 30. janúar sl.

RÚV sýnir beint frá EM og verður keppni kvöldsins sýnd beint hér á vefnum ruv.is. Útsending hefst klukkan 18:00 og verður hún svo endursýnd á RÚV 2 klukkan 22:25 eða lokinni beinni útsendingu frá undanúrslitum í bikarkeppni karla í blaki.

Forkeppnin í langstökki karla hefst klukkan 19:30 þar sem Daníel verður meðal keppenda.

Baldvin Þór Magnússon á Reykjavíkurleikunum 2025 í Laugardalshöll. Mummi Lú

Kemst Baldvin á verðlaunapall?

Hinir íslensku keppendurnir sem náðu lágmörkum á Evrópumótið keppa báðir á laugardag, Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir sem keppir í kúluvarpi og Baldvin Þór Magnússon í 3.000 metra hlaupi.

Baldvin Þór þykir líklegur til komast á verðlaunapall á EM. Hann stórbætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á Norðurlandamótinu í byrjun febrúar og var tími hans í raun svo góður hann hefði dugað til gullverðlauna á fjórum síðustu Evrópumótum innanúss.

Dagskrá okkar fólks

Daníel Ingi Egilsson (FH) keppir í langstökki.

Forkeppnin í langstökki karla fer fram á fimmtudagskvöldið 6. mars kl. 19:30 en úrslitin föstudagskvöldið 7. mars kl. 19:34.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í kúluvarpi.

Forkeppnin í kúluvarpi kvenna fer fram laugardaginn 8. mars kl. 9:50 en úrslitin á sunnudaginn kl. 16:52.

Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppir í 3000 m hlaupi.

Undanriðlar í 3000 m hlaupi karla fara fram laugardaginn 8. mars kl. 11:45 en úrslitin á sunnudag kl. 15:50.

AP

Dagskráin á RÚV

6. mars-18:00 Ruv.is og á Rúv 2 kl. 22:25

7. mars-17:45 Ruv.is og á Rúv 2 kl. 22:25

8. mars-09:45 Rúv

8. mars-17:35 Rúv 2

9. mars-15:00 Rúv

Hér verður hægt fylgjast með beinni stöðuppfærslu á úrslitum í keppnisgreinum Evrópumótsins.

Nafnalisti

  • Baldvin Þór Magnússonmillivegalengdahlaupari
  • Daníel Ingi Egilssonstökkvari
  • Erna Sóley Gunnarsdóttirkúluvarpari
  • Mummi Lúljósmyndari
  • UFArússneskt lið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 350 eindir í 30 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 76,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,41.