Stjórnmál

Sendi­herra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump

Hólmfríður Gísladóttir

2025-03-06 08:18

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu.

Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler.

Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð.

Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú hann skilji söguna? spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra.

Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær neyðast til þess kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust.

Þess ber þó geta Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands.

Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn hið meinta brot ekki þess eðlis það réttlæti Goff vikið úr embætti.

Nafnalisti

  • Adolf Hitlernasistaforingi
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Elina Valtonenutanríkisráðherra Finnlands
  • Finnaafstaða þeirra til Kúrda
  • Helen Clarkfyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands
  • Neville Chamberlainforsætisráðherra Bretlands
  • Phil Goffborgarstjóri Auckland
  • The Royal Institute of International Affairs
  • Winston Churchillfyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
  • Winston Peterutanríkisráðherra Nýja-Sjálands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 239 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.