Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump
Hólmfríður Gísladóttir
2025-03-06 08:18
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu.
Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler.
Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð.
„Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra.
Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust.
Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands.
Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti.
Nafnalisti
- Adolf Hitlernasistaforingi
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Elina Valtonenutanríkisráðherra Finnlands
- Finnaafstaða þeirra til Kúrda
- Helen Clarkfyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands
- Neville Chamberlainforsætisráðherra Bretlands
- Phil Goffborgarstjóri Auckland
- The Royal Institute of International Affairs
- Winston Churchillfyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
- Winston Peterutanríkisráðherra Nýja-Sjálands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 239 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
- Margræðnistuðull var 1,69.